Vikan


Vikan - 21.11.1957, Blaðsíða 5

Vikan - 21.11.1957, Blaðsíða 5
á löngu og mjóu setustofunni, sem var alltaf heldur dimm vegna þaksins yfir svölunum, hafði upphaflega verið vœngjahurð, sem opnaðist út í litla stofu með gluggaskoti. Fyrri íbúar hússins höfðu svo látið taka burtu hurðina og hengja flaujelistjöld fyrir í staðinn. Ungfrú Blacklock var nú búin að losa sig við tjöldin, svo stofurnar voru í rauninni orðnar að einni. Það voru arinar í báðum endum, en í hvorugum þeirra logaði eldur, þó það væri notalega hlýtt í stofunni. — Þú hefur látið kveikja upp í miðstöðinni, sagði Patrick. Ungfrú Blacklock kinkaði kolli. — Það er búið að vera svo rakt og kalt að undanfbrnu. Mér fannst svo hráslagalegt í húsinu. Eg lét Evans kveikja upp áður en hann fór. — Þetta dýrmæta, ómetanlega koks, sagði Patrick. — Það er rétt hjá þér, koksið er dýrmætt. En hefði ég ekki notað það, hefðum við þurft að kveikja upp með kolum, sem eru ennþá dýr- mætari. Kolaskömmtunarskrifstofan vill ekki einu sinni láta okkur hafa þetta litla sem við eigum rétt á að fá vik'ulega, nema við getum full- yrt að við höfum engin önnur ráð með að elda. — Var ekki einu sinni gnægð af kolum og koksi handa hverjum sem vildi? spurði Júlía með áhuga, eins og hún væri að fræðast um fjarlæg lönd. — Jú, og þau voru meira að segja ódýr. — Og hver sem var gat þá farið og keypt eins mikið og hann vildi, án þess að þurfa að fylla út nokkur eyðublöð, og það var enginn skort- ur, er það ekki rétt? — Jú, þá fengust allar tegundir — og það voru ekki eintómir steinar og mylsna, eins og þetta sem við fáum núna. — Þá hlýtur að hafa verið dásamlegt að lifa, sagði Júlía hrifin. Ungfrú Blacklock brosti. — Já, þegar ég lít til baka, finnst mér sannarlega að svo hafi verið. En ég er líka gömul kona. Það er ekki nema eðlilegt að ég taki minn eigin tíma fram yfir. En þú ert svo ung að þú ættir ekki að hugsa svona. — Þá hefði ég ekki þurft að vinna fyrir mér, sagði Júlía. Ég hefði bara getað setið heima, raðað blómum og skrifað bréf . . . Hvers vegna var fólk alltaf að skrifa bréf og hverjum var það að skrifa? — öllum sem maður hringir til núna, svaraði ungfrú Blacklock kímin. Eg held að þú kunnir ekki einu sinni að skrifa bréf, Júlía. — Ekki í stílnum, sem ég rakst á í bókinni ,,Bréfaskriftir“ hér um daginn. Drottinn minn dýri! Þar vár fórskrift að því hvernig maður ætti að hafna bónorði ekkjumanns á viðeigandi hátt. — Ég hugsa að þú hefðir ekki kunnað eins vel að meta það að vera heima og þú heldur, sagði ungfrú Blacklock þurrlega. Við höfðum okkar skyldum að gegna. Annars byrjuðum við Bunny snemma að vinna. Hún brosti hlýlega til Dóru Bunner. — Ójá, það gerðum við reyndar, svaraði ungfrú Bunner. Ég gleymi aldrei þessum óþekku krökkum. En Letty var svo dugleg. Hún fór úr í viðskiptalífið, varð einkaritári hjá miklum fjármálamanni. Dyrnar opnuðust og Philippa Haymes kom inn. Hún var há, ljós- hærð og hæglát í framkomu. Hún leit undrandi i kringum sig í stofunni. — Komið þið sæl, sagði hún. Er veizla? Það hefur enginn sagt mér það. — Hún Philippa okkar veit auðvitað ekkert, sagði Patrick. Hún er sennilega einasta konan í öllu Clipping Cleghorn, sem ekki hefur hug- mynd um neitt. Philippa leit spyrjandi á hann. — Hérna hefurðu morðstaðinn, sagði Patrick í hátíðlegum tón og baðaði leikaralega út höndunum. Philippa Haymes virtist ekki vita almennilega hvernig hún ætti að taka þessu. — Hérna eru jarðarfararblómin, sagði Patrick og benti á skálarnar með chrysanthemunum. Og ostastengurnar og olífurnar þarna á diskun- um eru ásamt sherryinu veitingar í erfisdrykkjuna. Philippa leit spyrjandi á ungfrú Blacklock. — Er þetta eitthvert gam- an ? Ég er alltaf svo hræðilega klaufsk við að sjá grínið. — Þetta er andstyggilegt grín sagði Dóra Bunner með áherzlu. Mér er ekkert um það. — Sýnið henni auglýsinguna, sagði ungfrú Blacklock. Ég verð að fara út til að loka hjá öndunum. Það er orðið dimmt. Þær eru sjálfsagt komnar inn. — Ég skal gera það, sagði Philippa. — Nei, nei, góða mín. Þú ert rétt að koma úr vinnunni. — Ég skal gera það, Letty frænka, sagði Patrick. — Nei, ég læt þig ekki gera það, sagði ungfrú Blacklock með þunga. Þú lokaðir ekki hurðinni nægilega vel siðast. — Ég skal gera það, Letty mín, kallaði ungfrú Bunner. Mér þykir einmitt svo gaman að því. Ég ætla bara að fara í skóhlífar — og hvar lét ég nú peysuna mína? . En ungfrú Blacklock hvarf brosandi út úr stofunni. — Þetta þýðir ekki neitt, Bunny, sagði Patrick. Letty frænka er svo fær um allt, að hún getur aldrei látið neinn gera neitt fyrir sig. Hún vill miklu heldur gera allt sjálf. — Já, það segirðu satt, sagði Júlía. —J Ég heyrði nú ekki að þú byðir neina aðstoð, sagði bróðir hennar. Júlía brosti letilega. — Varstu ekki að enda við að segja að Letty frænka vildi helzt gera állt sjálf. Auk þess er ég í beztu sokkunum mínum. Hún sveiflaði upp vel sltöpuðum leggjunum, sem klæddir voru næfurþunnum sokkum. Framhald á bls. 1J,. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.