Vikan


Vikan - 21.11.1957, Blaðsíða 13

Vikan - 21.11.1957, Blaðsíða 13
bjarma sínum á snjóinn fyrir utan. Hann beygði sig niður og þreifaði á snjónum. „Nokkuð að ?“ Rödd ókunna mannsins var drungaleg inni i vélarúminu. „Nei,“ svaraði Keramikos. „Við höfum vist ekki lokað henni nógu vel." Hann lokaði hurð- inni. Það var aftur dimmt og ég fann ónotalega fyi'ir þögn nœtunnai-. Nokkrum mínútum seinna komu þeir út aft- ur. Lykli var stungið í skrá og tveir skuggar hurfu eftir stígnum, sem lá upp að veröndinni. Ég beið í að minnsta kosti hálftíma. Það var mjög kalt úti og hálf óhugnanlegt að standa þarna í þessari hvítu þögn. En ég vildi ekki hætta á neitt. Keramikos mátti ekki sjá mig þegar ég kæmi aftur. Og ég hafði nóg að hugsa um þarna úti í myrkrinu. En að lokum varð ég svo loppinn, að ég varð að fara inn. SÖg fór varlega og hélt mig i skugg- anum. Ég fór yfir veröndina þar sem stórt furu- tré kastaði skugga sínum á hana. Barstofan virtist hlýleg og notaleg eftir að hafa staðið úti í kuldanum. Ég fór yfir að barnum og fékk mér einn sterkan koníaksjúss. Mér fannst ég all- ur loga að innan, þegar ég renndi áfenginu niður. Ég fékk mér annan. „Ég hef verið að bíða eftir yður, herra Blair." Ég var næstum þvi búinn að missa glasið. Röddin kom úr einu horni stofunnar. Ég vatt mér við. Það var Keramikos. Hann sat á píanóbekknum. Hann sat i skugga, og það glampaði einkenni- lega á gleraugu hans. Hann var ferlegur að sjá. „Hversvegna?" spurði ég skjálfraddaður. „Vegna þess að ég sá fótaför fyrir utan hurð- ina. Þegar ég kom við snjóinn, fann ég að hann var blautur. Annað hvort voruð það þér eða Valdini. Valdini býr við hliðina á mér. Hann hrýtur. Hurðin á herbergi yðar var opin. Mér finnst þetta óttalegt hirðuleysi.“ Hann stóð upp. „Þér vilduð víst ekki gefa mér koníak í glas. Mér var farið að verða kalt á meðan ég beið eftir yður. Enda þótt hér væri ekki eins kalt og úti.“ Ég hellti í glas handa honum. Hann kom til mín og tók við glasinu. Hönd hans var stór og loðin. Og þar að auki skalf hann ekki eins og ég. ,,Skál,“ sagði hann brosandi og lyfti glasinu. Ég skeytti honum engu. „Hversvegna biðuð þér eftir mér ?“ spurði ég. ,,Og hver er þessi Austur- ríkismaður ?“ „Austurríkismaður ?“ Hann leit á mig gegn um gleraugun. „Þér sáuð hann þá ekki.“ Hann kink- aði kolli eins og hann væri ánægður með eitt- hvað. „Hann er farinn," sagði hann. „Hann veit ekki um yður. Ég beið eftir yður, vegna þess að ég þarf að spyrja yður um ýmislegt." „Og' ég þyrfti að spyrja yður um ýmislegt," sagði ég. ,,Ég efast ekki um það,“ svaraði hann stuttur í spuna. „En þér eruð ekki það vitlaus að ætl- ast til þess a.i ég svari spurningum yðar.“ Hann leit á mig uui leið og hann hellti í glas sitt. „Þér talið þýzku." ,,Já,“ sagði ég. ,,t>ér voruð að hlusta á okkur. Maður hefur ekki gott af því að skipta sér að málefnum ann- arra.“ Hann talaði rólega og af sanngirni. „Morð kemur öllum við,“ sagði ég ásakandi. „Togbrautin ?“ Þér heyi'ðuð það þá. „Hvað heyröuð þér meir?“ Rödd hans var ógnandi, en þó róleg. „Guð minn góður," hrópaði ég. „Er það ekki nóg ?“ Hann starði ofan í glasið sitt. „Þér megið ekki draga of miklar ályktanir, herra Blair," sagði hann. „Þér heyrðuð ekki allt sem okkur fór á rnilli." „Hlustið nú á, Keramikos," sagði ég. „Þér getið ekki gabbað mig með því að segja, að ég hafi ekki heyrt allt. Mér fannst það meir en nóg, það sem ég heyrði. Austurríkismaðurinn var að tala um morð.“ „Og vitið þér hversvegna?" „Vegna þess að þið eruð að leita að einhverju," VIKAN sagði ég reiðilega. Ég var orðinn gramur yfir því hve rólegur hann var. „Getur það sem þið eruð að leita að verið svo mikils virði, að þið fremjið morð til þess að öðlast það?“ „Það kemur yður ekki við, vinur minn,“ svar- aði hann rólega. „Ef þér haldið, að þér hafið túlkað það rétt, sem þér heyrðuð í vélarúminu, þá ráðlegg ég yður að ferðast ekki með tog- sleðanum. Og þér skuluð ekki skipta yður af annara málefnum. Ég ráðlegg yður að halda áfram með kvikmyndarhandritið yðar.“ „Hvernig í fjandanum getið þér ætlazt til þess að ég semji kvikmyndarhandrit undir þess- um kringumstæðum?" hrópaði ég. Hann hló. „Það verðið þér að sjá um. En á meðan skuluð þér ekki vera svona forvitinn. Góða nótt, herra BIair.“ Hann hneigði sig kurt- eislega og gekk út úr stofunni. Ég heyrði hann ganga upp stigann og loka á eftir sér hurðinni. Ég lauk úr glasinu og fór upp í herbergi mitt. Dyrnar voru opnar eins og Keramikos hafði sagt. Ég var viss um að ég hafði lokað hurðinni, þegar ég fór út. Herbergið var eins og ég hafði slulið við það. Enginn virtist hafa verið inni í því á meðan ég var úti. Ég settist á rúmið mitt og kveikti á rafmagnsofninum. Ég skildi hvorki upp né niður i þessu og var þess vegna hálf- hræddur. Keramikos hafði ekki verið reiður, en það hafði brugðið fyrir rólegri hótun í orðum hans, og mér leið bölvanlega. Það þýddi ekkert að reyna að sofna. Ég ákvað að skrifa Engles. Ég tók upp ritvélina og tók af henni lokið. Ég var í þann veginn að taka úr vélinni blaðið, sem ég hafði skrifað á daginn áður, þegar ég sá, að efsti hluti blaðsins hafði rifnað og krumpazt. Þetta læt ég aldrei koma ÖVILJANDI Framhalds af bls. 6. Þeir voru byrjaðir að byggja hinar tröllauknu flugskeytastöðvar, sem þeir hugðust nota til þess að skjóta fljúgandi sprengjum á England. En Riseley hafði engu meiri hugmynd um tilgang þessara steinsteyptu turna og brauta en pólsku, frönsku og ungversku þrælarnir, sem erfiðu þarna undir svipum Gestapovarðanna. Riseley horfði forviða í kringum sig. Það var eins og hann væri kominn í annan heirn, niður í sjálft víti. Yfir höfði hans teygðu netin sig milli trjátoppanna og skygðu á sólina. En í kringum hann iðuðu fangabúðaþrælarnir eins og maurar í hin- um afkáralegu, röndóttu ,,sebrabúningum“ sínum. Riseley skildi þegar í stað, að það sem þarna fór fram hlaut ekki einungis að vera mikilvægt, heldur var ekki óhugsandi, að jafnvel allur gangur styrjaldarinnar ylti á. því. En ef verðirnir í kringum hann tækju eftir forvitni hans og furðu, gat það kost- að hann pyndingar og dauða. Riseley komst að þeirri niðurstöðu á lieimleiðinni, að hann yrði að komast nær mannvirkjunum, til þess að geta virt þau betur fyrir sér. Hann þurfti að geta teiknað þau eftir minni. Aftur ók hann inn í skóginn í dulbún- ingi sínum, aftur stóð hann meðal þræl- anna, sem dag og nótt báru steypu í þessi botnlausu mót, sem enginn skildi. Hann sá gamla menn hníga niður undir byrði sinni. Hann sá unga menn barða til jarðar eins og skepnur. Hann sá ungar konur stauiast fram hjá sér í endalausri röð með jámbentar steypuskúffur á bakinu. Þær fyrir mig. Einhver hafði lesið bréfið og farið óvar- , lega, þegar hann setti það í aftur. Ég rannsakaði j herbergið. Allt var á sínum stað, en á stöku stað i höfðu hlutirnir verið færðir’ örlítið — blekflaska i í tösku minni lá á hliðinni, nokkur bréf í tösk- i unni minni voru ekki í réttri röð, og þannig var það með ýmislegt annað. Ég þóttist viss um, að Keramikos hefði leitað í herbergi mínu. En hversvegna hafði hann ekki lokað á eftir sér? Var hann að reyna að hræða mig? En það sem skipti mestu máli var bréfið til Engles. Til allrar hamingju hafði ég ekki skrifað neitt heimilisfang á bréfið. Bréfið var eins og hluti úr dagbók. Það sagði frá samtali minu við Clöru og Keramikos. En bréfið sýndi, að ég hafði áhuga á þessu fólki. Skyndilega mundi ég eftir skeytinu frá Engles. En það var í lagi. Það var í veskinu mínu, sem ég bar á mér. Myndin af Clöru var líka í veskinu. Ég settist niður og skrifaði með penna, það sem komið hafði fyrir um nóttina. Þegar ég kom niður til morgunverðar, eftir að ég hafði sofið örlítið, sat Mayne við píanóið. „Þekkið þér þetta, Blair?“ spurði hann. Hann var í sólskinsskapi í dag. Tónarnir spruttu út - úr fingrum hans eins og lítill fjallalækur. „Vatnatónlist eftir Handel,“ sagði ég. Hann kinnkaði kolli. Hann sþilaði prýðilega. „Langar yður í Rossini í morgunverð?" spurði hann. Og án þess að bíða eftir svari, byrjaði hann á forleiknum að Rakaranurn frá Sevilla. Andrúmsloftið í stofunni kom mér í gott skap. „Mér finnst ég finna Italíu í þessari tónlist," sagði hann. „Hún er full af fjöri, eins og Anna hérna." Stúlkan kom í þann veginn inn í stoí- Framhald á bls. H. NJÖSNARI voru kengbognar undir farginu og andlit- in stirðnuð af þreytu. En meðfrarn röðinni gengu Gestapoböðlarnir og ráku í þær svipuskeftin ef þær hægðu á sér. Þetta kvöld, þegar Riseley kom heim í fylgsni sitt í hattabúðinni, teiknaði hann það sem fyrir augu hans hafði borið og skrifaði við það skýringar. En nú var kominn tími til að hann reyndi að komast heim til Englands með gögn sín. Og nokkrum dögum seinna renndi franskur fiskibátur upp að Englands strönd og ungi flugmaðurinn stökk í land. Undir öðrum handleggnum bar hann gamalt og hart fransbrauð. Það var holt að innan. Því að í brauðinu hafði Riseley falið teikningarnar sínar, ef svo illa tækist til, að hann félli í hendur óvinanna. Gögn þau, sexn hann hafði með sér, reyndust ómetanleg. Leynivopn Hitlers var ekki eins leynilegt og hann hafði von- að. Njósnarar bandamanna unnu störf sín vel. Þótt Riseley vissi það ekki, var hann J ekki eini Bretinn sem fylgst hafði með starfi Þjóðverjanna og þræla þeirra í skóg- inum við St. Pol og annarstaðar þar sem flugskeytastöðvar voru í byggingu. En framlag Riseleys var allt um það feiknmikilvægt. Það var ekki fyrr en átta mánuðum eft- ir heimkomu hans sem fyrstu flugsprengj- urnar féllu á England. En þá var það um seinan. Ósigurinn. blasti þegar við nazistum. Þeim hafði teli- , ' ist of seint að hleypa ógnaxvopni sínp áf‘ stokkunum. Svo var njósnui'um fcanda- manna fyrir að þakka — og svo KiséÍeý,?' flugmanninum sem orðið hafði: óviljandi njósnari. — VICTOR SIMS ’i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.