Vikan


Vikan - 21.11.1957, Blaðsíða 7

Vikan - 21.11.1957, Blaðsíða 7
ÞEGAR EG LEK I CHAPLINMYNDINNI Bresk leikkona, sem gift er ítölskum greifa, segir frá nýjustu mynd Chaplins — og honum sjálfum T febrúar í fyrra voru erlendir blaðamenn í Róm kvaddir á skrifstofu Kaufman og Lemer listamannaumboðsins, þar sem þeim var tjáð, að innan nokkurra mínútna yrði þeim sögð frétt, sem blöðum þeirra mundi eflaust finnast matur í. Öll var „sviðsetningin“ með miklinn ágætum. Blaðamönnun- um voru bornir kokteilar. En um það leyti sem þeir fóru að gerast óþreyjufullir, leit herra Kaufman á úrið sitt, kvaddi sér hljóðs og tilkynnti sigri hrósandi, að á þessari stundu væri Charles Chaplin staddur í Savoy hóteli í London til þess að tilkynna öðrum blaðamannahóp, hvaða stúlka hefði verið valin til þess að fara með aðal kvenhlutverkið í hinni fyrirhuguðu mynd hans: Kóngur í New York. Kampavínsflöskur birtust á borðunum, dyrnar á salnum lukust upp og inn til blaðamann- anna gekk hin hamingjusama leikkona. Dawn Addams. Dawn Addams, enska stúlkan, sem gengið hafði að eiga ítalskan prins, hafði hreppt eftirsóttasta hlut- verk ársins. Hún sagði mér sjálf söguna af því, hvernig Chaplin hafði hringt til hennar frá Svisslandi til þess að spyrja, hvort hún vildi taka að sér hlutverkið. ,,Ég var svo forviða,“ tjáði hún mér, ,,að það kom varla orð af viti upp úr mér. Ég spurði hann, hver mundi sjá um dreifingu myndarinnar. Spurningin virtist koma honum á óvart, en hann svaraði, að sennilega yrði það United Artists kvik- myndafélagið. — Það er alveg fyrirtak, sagði ég, því _að það kannast við mig. Sem þó auðvitað skipti alls engu máli. Ég vissi bara ekki, hvað ég átti að segja.“ Seinna um daginn sendi hún Chaplin símskeyti og tjáði hon- um. hve inndega tilboð hans hefði glatt hana. Skömmu seinna bauð Chaplin Dawn og manninum hennar, • Massimo prins, að heimsækja sig í Sviss. Þegar þau komu til þorpsins Vevey, tók Chaplin á móti þeim á járnbrautarstöð- inni í feiknstórri loðkápu. Hann fagnaði þeirn hjartanlega og byrjaði síðan umsvifalaust að segja Dawn sögu myndarinnar. ,,Við vorum ekki komin upp í bílinn hans áður en hann var byrjaður að tala við mig eins og gamlan vin. Og þegar bíllinn renndi í hlað heima hjá honum, var hann búinn að lýsa fyrir mér hálfu myndarhandritinu.“ Ári seinna heimsótti ég Dawn í höll þeirra hjóna í Róm. 1 skrifstofu sinni á efstu hæð sagði hún mér, hverju það líktist að leika með Chaplin undir stjórn hans. Fyrsta daginn á heimili hans, sagði Dawn, lék hann öll atriði myndarinnar fyrir mig, auk þess sem við lásum saman úr hand- ritinu. Og þegar við hjónin skildum við hann, fékk hann mér eintak af handritinu og sagði: „Myndin verður ekki tekin án þín.“ Þetta var mikill léttir fyrir mig, þvi að satt að segja hafði ég kviðið mikið fyrir því að þurfa að fara fram fyrir kvikmynda- vélarnar til reynslu. Ég var hrædd um, að ég mundi gera ein- hverja skyssu. Hann skildi þetta mætavel og sagði mér, að reynslumynd væri ónauðsynleg. Atriðið, sem við lásum saman heima hjá honum, er eitt af fyrstu atriðum myndarinnar — og eitt .af þeim skemmtilegustu. Það lýsir samsæti, sem efnt er til fyrir útlagakónginn í New York. Chaplin leikur auðvitað kónginn. Ég leik blaðafulltrúa. Ég elti hann á röndum og Chaplin heldur, að ég sé ástfangin af hon- um. Þó að sannleikurinn sé vitaskuld sá, að ég hef aðeins áhuga á honum sem kóngi — þá að minnsta kosti. Myndin var tekin í ensku kvikmyndaveri. Ég lærði mikið af Chaplin. Hann kenndi mér að vera óþvinguð fyrir framan mynda- vélarnar. „Segðu þetta eins og þú — Dawn — mundir segja það,“ var viðkvæðið. Chaplin vill hafa hlutina einfalda. Hann vill ekkert pírumpár, ef svo mætti orða það. Hann vandi mig af því að kinka kolli þeg- ar ég er að leika. Hann hatar slíkar hreyfingar. „Vertu umfram allt ákveðin í framgöngu,“ sagði hann. „Þegar þú kinkar kolli, ertu óákveðin. Hreyfðu þig aðeins, þegar það þýðir eitthvað.“ ! einu atriðinu mistókst mér hvað eftir annað. Það fer fram í hótelherbergi. Chaplin reyndi eftir megni að „koma mér á spor- ið“z en allt kom fyrir ekki. Ég veit ekki hvort mér var um að kenna eða hvort það var handritið. En þegar leið fram á daginn, breytti Chaplin atburða- rásinni dálítið, og eftir það fór allt að ganga betur. En það tók okkur allan daginn að ljúka þessu eina atriði. Sem leikstjóri minnir Chaplin mig á hljómsveitarstjóra. Sú samlíking á reyndar rétt á sér, því að hann semur sjálfur músík- ina í myndir sínar. Og á meðan á myndatökunni stendur, fléttar hann saman hljómlistina og atburðarásina. Það var gaman að sjá Chaplin sjálfan æfa sig. Þótt hann væri fyrir löngu búinn að ákveða, hvað hann ætlaði að gera, var hann sífellt að fá nýjar hugmyndir, breyta og endurbæta. Þegar hann var ekki ánægður með leik sinn, missti hann matarlystina. En þegar hann var ánægður með dagsverkið, át hann yfir sig. Chaplin þolir ekki að sitja auðum höndum. Hann er fullur af orku. Þegar hann hefur ekkert að gera, er voðinn vís. Að lokum datt einhverjum það snjallræði í hug að koma fyrir píanói í myndatökusalnum, svo að Chaplin hefði eitthvað að gera í hlé- um! Kröfuharður húsbóndi gat hann óneitanlega verið. Einu sinni stöðvaði hann mig, þegar ég var að leika, og sagði: „Láttu þér það í léttu rúmi liggja, Dawn, þó að ég grípi fram í leikinn. Þú veist hvað þú singur. Flestir leikstjórar væru líklegast ánægðir með það sem þú skilaðir núna. En það er ekki nóg. Við vitum öll, að þú ert leikkona. En þegar þessari mynd er lokið, vil ég ekki að þú sért bara leikkona. Ég vil að þú sért listamaður.“ Chaplm hafði dálitlar áhyggjur af því, að hann beitti ekki nógu nýtískulegum aðferðum við myndatökuna. Um skeið var hann að hugsa um að hafa myndina í litum. En hann er óánægð- ur með litkvikmyndir, finnst litirnir sviknir. Að lokum ákvað hann líka, að hafa myndina svarta og hvíta. En hún er tekin á breiðfilmu af því tagi, sem að undanfömu hefur verið að ryðja sér til rúms í kvikmyndaheiminum. — JOHN FRANCIS LANE „Datiðahurðin" á Newgate Ovenjulegur gripur fannst En meðal annarra orða: það fyrir skemmstu í bænum eru til ósvikin glæpasöfn víðs- BuffaTo í New York fylki. Þetta vegar í veröldinni. Scotland var fúin og fornfáleg hurð, sem Yard hefur komið sér upp einu reyndist við athugun vera slíku safni og geymir þar eig- „dauðahurðin" á einu alræmd- ur og verkfæri ýmsra ,,frægra“ asta fangelsi Evrópu, Newgate glæpamanna. í London. Þarna er meðal annars kaðal- Það er langt síðan Newgate- stigi eins annálaðasta innbrots- fangelsi var lagt niður og rifið þjófs Breta — og harmóníkan, og þar stendur nú eitt merk- sem hann faldi stigann í á ráns- asta dómhús Breta. Þegar fang- ferðum sínum. Og þama eru elsið var rifið, voru seldir úr karlmannsfötin, sem Ethel Le því ýmsir „minjagripir" og þar Neve klæddist, þegar hún reyndi á meðal hurðin, sem hafnaði í að flýja með morðingjanum, Bandaríkjunum. sem hún elskaði, til Kanada. Um dyrnar, sem hún var fyr- ir, gengu þúsundir dauða- Þau náðust reyndar og elsk- dæmdra hinstu göngu sína. hugi Ethels var hengdur. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.