Vikan


Vikan - 21.11.1957, Blaðsíða 11

Vikan - 21.11.1957, Blaðsíða 11
Úvæntur hetjuskapur smásaga eftir DAVID NEVIN KÍNG BARDELON hafði áhyggjur. Ekki þó af því að hann var staddur á óstöðugum streng, 15 metrum fyrir ofan kollana á áhorfendunum í sirkusnum. Það var daglegt brauð í lífi konungs amerísku línudansaranna. Hann hafði á- hyggjur af King litla Bardelon. King litli var höfðinu hærri en hann sjálfur og tvítugur að aldri — en hann var sonur Kings og mundi þar af leiðandi alltaf verða kallaður King litli. Barde- lonamir voru línudansarar, fæddir til konungsríkisins á línunum uppi 1 loftinu — og það var einmitt þessvegna sem King litli olli föður sínum þungum áhyggj- um. Bardelonfjölskyldan — faðirinn, móð- irin og sonurinn — störfuðu nú með „Eldingunum fljúgandi", sem King fannst ekki vera nema svona rétt meðalskemmti- kraftar. En þessi stelpa þeirra, hún hafði það til að bera, sem kom áhorfendunum til að rísa úr sætum sínum á hverri sýn- ingu. Spring var auk þess aðeins nítján ára gömul og bar sig fallega eins og ung- ur kvenörn. Þessar tvær þriggja manna fjölskyld- ur mynduðu í sameiningu bezta línudans- araflokk heimsins. En nú voru foreldrarn- ir farnir að eldast og það leit ekki út fyrir að nýtt blóð mundi yngja upp flokk- inn í bráð. Og hvers vegna ekki? King Bardelon hleypti brúnum, um leið og hann sveiflaði sér af línunni og yfir á pall- inn. Ástæðan var einfaldlega sú, að King litli neitaði að kvænast Spring. Hann hótaði meira að segja að yfirgefa flokk- inn, ef faðir hans hætti ekki að leggja að honum. King Bardelon renndi sér 15 metra nið- ur eftir reipinu, niður á gólf, tók ofurlítið stökk, þakkaði fagnaðarlæti áhorfenda, og leit á son sinn. Spring var að dansa fræga ,,hula-hula-línudansinn“ sinn uppi yfir þeim. „Fún verður svei mér góð eig- inkona, þessi.“ Hann þagnqði, en þegor King lit’i rvaraði cr.gu, lætt' hrnr. við. „Og nún er hreinasta ríbragð á línunum Hún gæti kannski kennt þér . . .“ King litli Bardelon þreif hranalega í reipið og sveiflaði sér út úr samræðun- um. Ég hefði kannski ekki átt að segja þetta, hugsaði King. Drengnum fer hægt en stöðugt fram, en hann er ekki nægi- lega öruggur og öryggið verður hver mað- ur að öðlast upp á eigin spýtur. Þegar King var að ganga frá áhöld- unum um kvöldið, sá hann hvar King litli og Spring komu í áttina til hans, og það virtist fara vel á með þeim. Um leið og þau nálguðust hann, lagði Spring hend- ina á handlegginn á King litla og sagði: „Ég hugsa að þú mundir fá meiri ferð á þig, ef þú sveiflaðir þér örlítið fyrr í atriðinu með stólinn.“ King heyrði að rödd hennar var viðkvæmnisleg, þó hún létist aðeins vera að tala um starfið. En King litli rétti úr sér og svaraði hvasst. „Það atriði er ágætt eins og það er. Ég þarf ekki á þínum ráðum að halda.“ Spring kippti að sér hendinni. Henni hafði sýnilega sárn- að. „Jæja þá.“ sagði hún. „Hver er það sem hefur tekið að sér stjömuhlutverk ið í þessum sýningum okkar? Það er ekki óhugsandi að þú gæt- ir lært ýmislegt af mér!“ Svo rauk hún í burtu, meðan King litli. starði á eftir henni, orðlaus af reiði. King lagði hendina á herðar sonar síns. „Hún er ákaflega snjöll," sagði hann. „Og hana langar til að hjálpa þér.“ „Jæja? Langar hana til þess? En ég þarf ekki á hjálp hennar að halda. Frem- ur mundi ég hætta að ganga á línu en að þiggja hjálp af henni!“ Þannig stóðu leikar þegar hinni árlegu sýningarferð þeirra lauk. Öll skemmtiatriði þurfa á einhverri auglýsingastarfsemi að halda milli sýn- ingarferða og samkvæmt venju hafði King Bardelon fundið upp á því sem mundi vekja athygli — það var línudans yfir Colorado gljúfrinu. Arkansasfljótið hafði grafið þetta fræga gljúfur ofan í hamarinn. Það yrði hægt að strengja línuna yfir gljúfrið um 30 metrum ofan við stóru hengibrúna, sem yrði fyrirtaks áhorfendapallur — þar sem sjónvarpsmennirnir gætu tekið sér stöðu. King hafði meira að segja enn snjall- ari hugmynd í kollinum. Því ekki að láta Spring dansa fræga hula-hula dansinn sinn yfir gljúfrinu? Hvílíkt snjallræði! „Það er alltof hættulegt,“ sagði King litli, þegar faðir hans stakk upp á þessu. En Spring mótmælti. „Það er ekkert of hættulegt! Ég er fær um að sjá um mig! Ég lenti ekki einu sinni í neinum vandræðum þegar slaknaði á línunni í B..íTninghem. AaðvitaS geri ég þettu — það verður bara gaman.“ i^|G nú var það ákveðið. King Bardelon vissi vel að hinn varfærni sonur hans hafði rétt fyrir sér. Þetta var hættuspil. Það stóð alltaf vindstroka gegnum gljúfrið og óvenjulöng lína mundi sveifl- ast meira en þau áttu að venjast. En hvílík auglýsing! Línan var dregin yfir og strengd meðan mannfjöldinn safnaðist saman á brúnni. Vindstroka lék um línuna, svo að hún var farin að sveiflast næstum óhugnan- lega mikið nú þegar. Fallega andlitið á Spring sýndist tekið og guggið. Hún var tilbúin og ekki lengur hægt að snúa við* Það kvað við lúðurhljómur, og Spring hneigði sig fyrir mannf jöldan- um, þar sem hún stóð á pallinum. Svo tók hún löngu jafnvægisstöngina og steig út á strenginn. Hula-hula músik glumdi í hátalaranum og hún byrjaði að dansa. Þrjú hundruð metrum fyrir neðan hana byltist kolmórauð Arkansasáin milli hvassra klettanibbanna. Vindurinn kvein í strengnum, og virtist fara vaxandi. King litli horfði á og kreppti hnefana. Spring hélt áfram út eftir strengnum, 9 metra, 12 metra, en þá byrjuðu vand- ræðin fyrir alvöru. Línan slóst nú til og; frá. Andlitsvöðvar hennar voru óeðlilegá spenntir, það skein hræðsla úr augunuro og hún gerði sig stífa í öxlunum. Dans- inn varð að gangi með mjaðmasveiflum, en það dugði ekki til. King Bradelon fann hvernig maginn í honum herptist saman. „Horfðu ekki nið ur, gæzkan,“ hvíslaði hann. „Hægt nú bara hægt, þú getur það. Líttu bara eklú niður.“ En hún leit niður. Hún horfði ofan ána, sem streymdi 30 metrum fyrir neð- an hana, og hún kiknaði í hnjáliðunum.. Hún missti fótfestuna og féll þvert yfh strenginn. Jafnvægisstöngin hennar kas1- aðist í mörgum hringjum niður í gljúfr- ið, þangað til hún splundraðist á klettun- um fyrir neðan. Spring valt út af strengjá. um, en hún greip með höndum og fótum utan um hann og hékk þarna hjálpai- vana neðan á honum og sveiflaðist til og frá. King Bardelon bar lófana upp að vör- unum og hrópaði: „Komdu til baka, Spring! Hættu við þetta og komdu. Fikr- aðu þig áfram á höndvnum!“ En hún hreyfði sig ekld. Hún bara liél'k þarna í 30 niS-rs. Lnð, raeð Aeif- ingarsvip á andlitinu. l«.í nkiliist honum að hún var stirðnuð af skelfingu — hún gat ekki hreyft sig. Hann kallaði því: „Stöng — látið mig fá jafnvægisstöng! “ En King litli var þegar lagður af stað út eftir strengnum með jafnvægisstöng milli handanna. King hrópaði á eftir honum. En senur hans kallaði til baka án þess að Kta vio. „Hún tilheyrir mér, pabbi.“ King litli Bardelon gekk léttum, mjúk- um og hröðum skrefum. Stúlkan var fai-- ín að þreytast í handleggjunum af að halda sér uppi ög var byrjuð að renna ofurlítið til á strengnum. Pilturinn komst til hennar. Hann sleppti fótfestunni og lenti klofvega ■ a strengnum. Hann flýtti sér að ná jafn- vægi með hjálp stangarinnar. Svo beygði hann sig niður og tók iim axlirnar á henni. Hún greip ennþá fastar um streng- Framhald á bls. 11/ VIKAN II

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.