Vikan


Vikan - 21.11.1957, Blaðsíða 10

Vikan - 21.11.1957, Blaðsíða 10
HEIMILIÐ RITSTJÓRI: ELlN PÁLMADÓTTIR Eitt og annað (# Nýlega sá ég karlmannsskyrtur, sem voru að koma úr þvotti úr einu þvottahúsinu hér í bænum. Það vakti athygli mína hvernig þær voru brotnar saman. Þessi aðferð virð- ist miklu einfaldari og þægilegri en 3Ú sem við höfum flestar notað frá barnæsku, og auk þess fara a. m. k. ermarnar á skyrtunum betur þann- ig. Skyrturnar voru brotnar svona saman: Leggið skyrtuna þannig að bakið isnúi upp og brjótið neðri hlutann upp á hinn, svo hann nái aðeins upp fyrir flibbann. Brjótið nú erm- arnar inn og endann á skyrtunni aðeins niður á þær aftur. Nú er að- eins eftir að brjóta skyrtuna í þrennt (og stinga einum títuprjón í hana, svo að hún aflagist síður, ef vill). A.ð framan lítur skyrtan út alveg eins og hún væri brotin með gamla laginu. • Eins og flestum húsmæðr- um er kunnugt, fara stífaðar skyrtur venjulega fyrst i sund- ur í brotinu á flibbanum. Stundum má þá snúa flibban- um við, en oft er hann ekki þannig gerður að það sé hægt. Hvað skal þá taka til bragðs? Laghentar húsmæður geta auð- vitað saumað flibba, ef þær hafa rétta efnið. En það er lika hægt að klippa flibbann af og sömuleiðis svona 1 sm. ofan af líningunni, ganga frá henni að ofan, færa efstu töl- una að framan aftan á miðjan flibbann, gera hnappagat, þar sem talan hafði verið — og kaupa lausann flibba. Margir, einkum eldri menn, vilja ekk- ert síður ganga með lausan flibba. Lausir flibbar hafa að visu ekki fengizt í hverri búð undanfarin ár, en það hefur verið hægt að finna þá. ® Það er alltaf verið að hnýta eitt- hvað í „æskuna nú á dögum“. En meðan ég er að skrifa þetta, hef ég fyrir augunum lifandi sönnun um það, að enn býr dugnaður og kjark- ur í ungu kynslóðinni. Hér er um að ræða bráðröska stelpu, sem ráðningarstofan sendi mér, samkvæmt beiðni, þegar ég reis upp úr flensunni frægu (ein af átján) og blöskruðu óhreinindin á gólfunum hjá mér. Þetta er skóla- stelpa úr verknámsdeildinni, sem er í inflúensufríi. Og tímann notar hún til að vinna sér inn ofurlítinn auka- skilding með því að hjálpa til í hús- um í nokkra klukkutíma og sitja hjá börnum fram á nótt hjá „lífsglöðu fólki“, eins og hún orðar það. Þetta er snaggaraleg stelpa, sem veit hvað hún vill. Hún ætlar að verða íþróttakennari. Til þess þarf hún gagnfræðapróf, en það fær hún upp úr verknámsdeildinni. Sennilega verður hún þó búin ári fyrr en hún hefur aldur til að fara í Iþrótta- skólann. „Og þá hugsa ég að ég bregði mér í húsmæðraskóla á með- an,“ segir hún. • Sumar konur virðast hafa lag á að vinna sér létt. Aðrar eyða miklu meiri orku í hvert verk en nauðsynlegt er, af at- hugunarleysi eða kæruleysi um krafta sína og heilsu. Þegar þær þvo eða bóna gólf beina þær höndunum t. d. hvorri á móti annarri og nudda inn og að sér. Þetta er miklu erfiðara og seinlegra en ef maður nudd- ar út á við og frá sér. Með því að venja sig á hagsýni í öllu smávegis má spara heilmikla vinnu. Sumar konur hella t. d. uppþvottavatninu niður um vaskinn og byrja svo að þrífa hann á eftir. Með því að nudda alltaf vaskinn með tusku um leið og sápuvatni er hellt niður, er hægt að spara sér það að þvo hann aukalega. Þetta eru höndunum (hér er auðvitað aðeins átt við annað stykkið, því efnið er sniðið tvöfalt). Fóturinn er svona 230 mm. langur og þar að auki er aukasepi fram á ristina og laus pjatla undir ilina. Um öklann er hann 80 mm. og 125 mm. þar sem lærið er breiðast. Handleggurinn er 235 mm. langur og 90 mm. breiður efst, þar sem hann er auðvitað breiðastur. Þá er hæfilegt að höfuðið sé 200— 225 mm. í ummál og aðeins lengra en það er breitt. Það þarf auðvitað tvö hring- stykki, og til að höfuðið verði kúpt, eru teknir geirasaum- ar upp í brúnir hringsins, þrír undir hökunni, tveir sinn hvoru megin í eyrnastað og fimm að ofan, svo að brúð- an fái kúpt enni. Nú er brúðan saumuð saman, stoppuð upp, hand- leggir og fætur festir á og strengur af silkigaminu lagður innan á hálsopið, til að styrkja það. Nú má auðvitað sauma andlitið einfaldlega á jersey- andlitið, en ef þið viljið leggja svolitla vinnu í það, er ennþá fallegra að sauma höfuðið fyrst úr lérefti, Jólabrúðan YKKUR finnst kannski nokkuð fljótt að fara að hugsa til jólanna, en það er lítið gaman að því að búa til snotrar jólagjafir nema hafa góðan tíma til að dútla við það. Hér er mynd af brúðu, sem ekki er mjög mikill vandi að búa til. I hana þarf 50 sm. af ullar- jersey, gamla peysu eða gamla sokka. Svo þarf tvær 25 mm. skelplötutölur, tvo bláa, græna eða svarta 18 mm. breiða hnappa, og kúlu- lagaðan hhapp fyrir nefið. I hárið þarf 25 gr. af grófu ullargarni. Og loks vantar 50 sm. af grófu silkigarni (nr. 9), svolitla fílt- eða plastpjötlu í skó og hanzka og eitthvað til að stoppa upp með. Það er lítill vandi að sníða brúðuna. Bolurinn er 290 mm. hár og 160 mm. þar sem hann er breiðastur, undir kannski smámunir, en safnast þegar saman kemur. • Asíuinflúensan hefur gert mörg- um lífið leitt að undanförnu. Hún er hvimleiður gestur, þó ekki sé hún talin hættuleg. Fólk hefur legið með þetta 38—39 stiga hita eða jafnvel meira frá þremur dögum og upp í viku. En inflúensan hefur farið geyst yfir, i flestum löndum hefur hún lagt 10% og sums staðar jafnvel upp fyrir 20% af íbúunum í rúmið i einu, meðan hún gekk yfir. Veikin stafar af örsmárri vírusbakteríu, sem hefur tekizt að einangra og í mörgum löndum voru vissir starfshópar bólu- settir gegn henni. Inflúensa þessi átti upptök sin í Asíu eða nánar til tekið í Hong-Kong og Singapoore, breiddist siðan til Indónesíu, Indlands og Japan. I byrj- un ágúst stakk hún upp kollinum í nálægari Austurlöndum (Iran, Ara- bíu, Aden o. s. frv.) og Norður- Ameríku. Um likt leyti fór að bera á einstöku tilfellum í Evrópu, í Hollandi, Tékkóslóvakíu og Englandi. Og upp úr því var þess varla að vænta að við íslendingar slyppum. • Nú er mikið farið að nota húsgögn og annað úr lökkuðum málmi. Bezt er að hreinsa þau þannig að þurrka fyrst af rykið, þvo þau síðan upp úr sápuvatni með mjúkum bursta, skola sáp- una vel af og þurrka vel. Ef ryðblettir koma á málminn, er bezt að nudda þá með olíu eða sérstöku ryðhreinsandi efni. Ef með þarf, má bursta ryðblett- inn með vírbursta, klessa á hann þunnu lagi af menju og mála svo yfir. stoppa það upp og festa á það hnappana, kúluna þar sem nefið á að vera og hina í augnastað, þá dökku ofan á skelplötutölurnar. Nú er saumaður munnur með flat- saumi á jerseypjötluna og klippt á hana hnappagöt fyr- ir augun. Brúnirnar á rifun- um eru brettar ofurlítið inn og gengið frá þeim að innan- verðu, og síðan saumuð augnahár með silkigarninu ofan við götin. Rifunum er nú hneppt á augnahnappana, nefhnappurinn látinn standa út í jerseyið og andlitinu fest á. Ef þannig er farið að, næg- ir að hafa andlitið úr jersey, því hárið hylur léreftið að aftan. Hárið eru stórar ullar- garnslykkjur, sem ekki er klippt upp úr. Nú er aðeins eftir að klæða brúðuna. Þar getur hver not- að sitt eigið hugmyndaflug. Brúðaii getur annað hvort verið fín tízkudama, eins og þessi á myndinni, negra- strákur í röndóttum buxum og jakka eða yfirleitt hvað sem er. Litlar telpur verða áreið- anlega hrifnar af svo frum- legri brúðu í jólagjöf. Gangi ykkur sem bezt. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.