Vikan


Vikan - 21.11.1957, Blaðsíða 12

Vikan - 21.11.1957, Blaðsíða 12
Neil Blair er atvmnulaus blaða- maður. Gamall vinur úr hernum, þekktur kvikmyndastjóri, býður lionum starf og sendir hann ásamt kvikmyndatökumanninum 9Joe Wesson, í skíðaskála suður í ítölsku Ölpunum. Þangað kemur hann undir því yfirskini að hann sé að skrifa kvikmyndahandrit, en í rauninni á hann aðeins að fylgjast með öllu sem gerizt í skálanum og gestun- um þar og Iáta Engles vita. Auk þess hefur hann fengið mynd af stúlku, sem hann á að svipast um eftir. 1 skálann koma þrír gestir um svipað leyti og hann, þeir Val- dini, Gilbert Mayne og Grikkinn Keramikos. Auk þess hefur Neil hitt Forelli greifafrú, sem hann þykist þekkja af myndinni. Dag- inn eftir að hann kemur er skíða- skálinn boðinn upp. Feneyskur lög- fræðingur á hæsta boð. Nokkrum nóttum síðar verður Neil var við grunsamlegar mannaferðir í grend við skálann. Hann læðist út til þess að rannsaka þetta. ■riG staðnæmdist í skugganum frá veröndinni JCj og hugsaði mig um. Ég sá hvergi mann- eskjuna, sem ég hafði séð úr glugganum. Það var einkennilegt að horfa á skálann frá þessum stað. Það var hægt að ganga undir skálann á milli hinna stóru trjábola, sem hann hvíldi á, liæstum án þess að beygja sig. Bak við trjá- stofnana tók við steinsteyptur grunnur. Þarna vóru vélarnar sem drógu togsleðann. Ég sá móta fyrir litlum glugga á húsinu. Fyrir neðan glugg- ann. var lítil rauf, en út um hana lá kapallinn sem dró sleðann. Við gluggann var trépallur, þar sem farþegar gátu stigið úr sleðanum. Það var kalt i veðri og mér fannst ég hafa hagáð mér eins og kjáni. Hvað var ég eiginlega áð géra úti í snjónum klukkan tvö um nótt? En rétt í þvi, þegar ég ætlaði að halda aftur inn í skálann til þess að fá mér eitthvað að drekká, sá ég einhverja hreyfingu uppi við vegginn, Ég horfði rannsakandi í áttina, þar sem ég hafði séð hreyfinguna. En í fyrstu sá ég ekk- ert, en nú sá ég dökka þúst bera við dökkan steinvegginn. Þetta var skugginn af manni, sem stóð næstum undir barstofunni. Ég stiíðnaði allur. Ég stóð i skugga, og meðan I ÖLPUNUM EFTIR HAMMONÐ INNES ég hreyfði mig ekki myndi hann ekki koma auga á mig. Ég hlýt að hafa staðið þarna I að minnsta kosti mínútu. Ég var að hugsa um hvort ég ætti að færa mig undir pallinn, þvi að ef hann kæmi aftur sömu leið og hann hafði farið, hlyti hann að rekast á mig. En’ áður en ég gat ákveðið hvað gera skyldi, sá ég hann hreyfa sig. Hann gekk meðfram steinveggnum. Ég sá hann nú greini- lege, þar sem hann bar við hvítan snjóinn. Þetta var lítill, þrekvaxinn maður. Þetta var ekki mað- urinn, sem ég hafði séð á veröndinni. Hann stað- næmdist við gluggann á vélaherberginu og gægðist inn. Ég flýtti mér nú í skjól undir pallinn. Síðan fikraði ég mig varlega áfram, þangað til ég var kominn að steinveggnum. Ég sá að maðurinn stóð enn við gluggann. Skyndilega var kveikt Ijós inni i vélarúminu. Það var eins og ljósið kæmi frá kyndli og ég sá nú framan í manninn við gluggann. Ég þeklcti hann undir eins. Þetta var Keramikos. Ég faldi mig bak við einn trjábolinn. Það var ekki seinna vænna. Grikkinn kom sér í skjól. En hann var of seinn. Það heyrðist gengið i snjónum og blysi tar brugðið upp við andlit hans. „Ég hef verið að bíða eftir þér.“ Ég sá ekki þann, sem talaði. Ég sá aðeins bjarmann frá blysinu sem hann hélt á. Hann talaði þýzku, líklega austurrísku. Keramikos gekk nær honum. „Ef þú hefur átt von á mér,“ svaraði hann á þýzku, „þá er það óþarfi fyrir mig að vera í þessum feluleik." „Alveg rétt,“ var svarað. „Komdu inn. Þú getur litið á staðinn úr því að við erum á annað borð komnir hingað. Þar að auki þurfum við að talast við.“ Ég sá blysið hverfa inn um dyrnar. Hurðinni var lokað og ég heyrði ekki lengur hvað þeir sögðu. Ég skaust burt úr felustað mínum, þangað sem Keramikos hafði staðið. Ég kraup á kné við gluggann, svo að höfuð mitt myndi ekki vera þar sem þeir hefðu búizt við ef þeir lýstu aftur út um gluggann. Það sem ég sá kom mér einkennilega fyrir sjónir. Blysinu var haldið þannig, að ljósið féll á Keramikos. Andlit hans var náhvítt í bjarman- um og á veggnum bak við hann var óhugnan- legur skugginn af honum. Þeir sátu andspænis hvor, öðrum. Ókunni maðurinn var reykjandi, en hann sneri baki að mér, svo að ég sá ekki fram- an í hann. Það var skuggsýnt þarna inni. Vél- arnar sáust aðeins sem ógurlegir skuggar. Ég horfði og horfði, þangað til mig fór að verkja í hnén. En þeir sátu aðeins og töluðust við. Þeir hreyfðu sig ekki. Þeir virtust ekkert æstir. Þeir virtust jafnvel vera hinir mestu mát- ar. Glugginn var rammbyggður, svo að ég heyrði ekki hvað þeir sögðu. Ég skreið yfir pallinn og klofaði yfir kapalinn. Það brakaði í snjónum undir fótum mínum. Ég stóð nú á enda sleðabrautarinnar. Ég sá kapal- inn liggja niður næstum þverhníptan brattann inn á milli furutrjánna. Ég gekk að hurðinni sem þeir höfðu farið inn um. Hún var lokuð. Ég lyfti lásnum mjög varlega. Gegnum gættina sá ég að þeir sátu enn í sömu stellingum. „ . . . losa þennan tappa,“ sagði ókunni maðurinn, enn á austurrísku. Hann beindi blysinu að fitugum tappa á einni vélinni. „Síðan þurfum við aðeins að slá hann úr, þegar sleðinn er kominn á ferð. Það er bezt að gera það, þegar hann er í bröttustu brekkunni. Það verður- slys. Síðan loka ég skálanum. Síðan get- um við leitað í friði.“ „Ertu viss um að það só hérna?" spurði Kera- mikos. „Hversvegna heldurðu að Stelben hafi keypt skálann? Hversvegna heldurðu að hjákona hans hafi ætlað að kaupa hann? Auðvitað er það hér ?“ Keramikos kinkaði kolli. Síðan sagði hann: „Þú treystir mér ekki áður. Hversvegna skyld- irðu treysta mér núna? Og hversvegna skyldi ég treysta þér?“ „Við verðum að láta okkur hafa það," var svarað. Keramikos virtist vera að hugsa málið. „Þetta er nokkuð snjallt," sagði hann. „Þannig losnum við við Valdini og greifynjuna. Síðan —“ Hann hætti skyndilega. Hann starði beint í áttina til min. „Ég hélt þú hefðir lokað hurðinni. Það er dragsúgur hérna inni.“ Hann reis á fætur. Kynd- ilinn kom á eftir honum til dyranna. Ég skauzt inn í skuggann bak við trjábol. Hurðinni var hrundið upp og blysið kastaði VEIZTU —? 1. Hve marga daga getur klukka með átta daga verki gengið án þess að vera undln upp? 2. Það er tvisvar búið að kvikmynda sögu eftir Herman Melville. 1931 lék Joiin Barrymore Ahab skipstjóra, en f nýju myndinni leikur Gregory Peck hann. Hvað heitir sagan? 3. Af hverju eru hraustir menn nefndir Tý- liraustir? 4. Hvaða haf er saltast? 5. Hver skrifaði David Copperfield og Oliver Twist ? 6. Hver hlaut viðurnefnið „Járnkanslarinn" ? 7. Hver er forseti efri deildar Alþingis? 8. Hvort eru miðjarðarlínan eða hádegisbaug- arnir lengri? 9. Hvað er til sýnis á safni Madame Tussaud í London ? 10. Gáta: Mér að glansa er miður lént, mun þó sjaldan Ijótur, orðið tjáist á mér þrennt: auga, haus og fótur. 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.