Vikan


Vikan - 21.11.1957, Side 6

Vikan - 21.11.1957, Side 6
OVILJANDI NJOSNARI „Það var eins og hann vœri kominn í annan heim, niður í sjálft víti“ EGAR flugvélin hans nauðlenti með braki og brestum á akri í Norður- Frakklandi, mun það síst af öllu hafa hvarflað að Arthur Harry Riseley flug- foringja að þetta væri upphaf þess, að hann gerðist njósnari. En það er ekki út í bláinn sem menn væna forlagadísimar um dutlunga. Stríðsferli Riseleys átti ekki að ljúka þarna á akrinum. Það átti fyrir honum að liggja að halda áfram baráttunni við óvinina, þó að honum hefði með jafn skyndilegum hætti verið kippt ofan úr loftinu, sem var vígvöllur hans, og niður á óvinagrund. Auðvitað var hinn 28 ára gamli Eng- lendingur síður en svo við þessu búinn. Hann var flugmaður. Hann hafði ekki hugmynd um, hvernig njósnarar störf- uðu. Enginn hafði kennt honum byrjun- arreglurnar hvað þá meira. Og þar að auki var franskan hans ekki upp á marga fiskana. Það er alkunna, að á stríðstímum laumast njósnarinn bak við víglínu óvin- anna í skjóli næturinnar. Riseley nauðlenti í miðju óvinalandinu um hábjartan dag! En við skulum byrja á byrjuninni. Þessi óvenjulega njósnarasaga hefst, þeg- ar Riseley, sem farið hefur yfir hundrað árásarferðir til meginlandsins, gerir loft- árás á járnbrautaverkstæði í nánd við Valenciennes í Norður-Frakklandi, flug- vél hans verður fyrir skotum og hann neyðist til þess að lenda henni, þó að hann viti, að þar með sé þátttöku hans í stríðinu sennilegast lokið. Hann stekkur út úr flugvélinni um leið og hún nemur staðar, snýr röngunni út á einkennistreyju sinni til þess að dylja merkin á henni, lætur buxnaskálmarnar hylja flugstígvélin sín og fer að leita hjálp- ar fyrir hina særðu félaga sín. Tvö böm vísuðu honum heim á bónda- bæ, þar sem fólkið hét því að koma hjálp til hinna særðu. Þar með var Riseley búinn að gera skyldu sína. Hann kvadd’ franska bóndann í skyndi og hélt al' stað. Hann ætlaði að gera allt sem í hans valdi siæði til þess að komast heim til Englands, upp í aðra flugvél og í stríðið aftur. Og þegar hér var komið tóku forlögin í taumana. Riseley rakst á vinveitta Frakka, sem komu honum í samband við menn, sem voru meir en fúsir til að skjóta skjóls- húsi yfir brezkan flugmann. Þeir földu hann í hattabúð. Frönsku skæruliðarnir trúðu honum fyrir því, að yfirmaður Gest- apodeildarinnar á staðnum væri hlyntur málstað bandamanna. Þetta tækifæri get ég ekki látið ganga úr greipum mér, hugsaði Riseley. Hann vissi um hættumar, sem voru þessu samfara. Hann vissi, að í héraðinu höfðu Þjóð- verjar öll spjót úti til þess að klófesta Breta og handsama og skjóta vini þeirra. Þó ákvað hann að freista þess að hitta þennan furðulega Gestapomann, sem sagt var að búinn væri að fá meir en nóg af nazismanum og vildi gera sitt til að flýta fyrir sigri bandamanna. Maðurinn hét Weiler. Skæruliðar undir- bjuggu stefnumótið. Og með þeim fundi hófst samvinna, sem naumast hefur átt sinn líka í styrjöldinni. Weiler bauðst til þess að fara í ökuferð í einkabíl sínum með Riseley.. Riseley gerði sér fullkomlega ljóst, að ferðin gat endað fyrir framan aftökusveit. Þó hikaði hann ekki. Hann steig upp í bíl Þjóðverjans og sagði honum að aka af stað. Weiler hafði heitið Riseley að sýna hon- um ýms hernaðarmannvirki. Og hann stóð við það. Gestapomerkin á bílnum opnuðu þeim allar leiðir. Hvarvetna þar sem þeir komu, viku verðirnir til hliðar, heilsuðu að hermannasið og hleyptu bílnum gegn- um tálmanirnar. Gestapoforinginn sýndi Riseley allt varnakerfi Þjóðverja á staðnum. Riseley fékk að sjá nýja þýzka flugvelli fyrir orustuflugvélar. Hann skrifaði hjá sér fjölda og stað- setningu þýzkra loftvamarvirkja. Hann sá hvar nazistarnir höfðu radar- stöðvar sínar. Hann hefði getað skrifað heila bók um þýzka varnakerfið í héraðinu umhverfis Valeneiennes! ÍNú biirfc hímn einhvemvegmn að koma þessum upplýsingum í hendur yfirboðara sinna í Englandi. Svo vel vildi til, að skæruliðamir réðu yfir fjölda bréfdúfna, sem varpað var til þeirra í búmm úr flugvélum bandamanna. Og Riseley byrjaði að senda til Eng- Arthur Riseley flugforingi. lands langar skýrslur um viðræður sínar við Weiler og rannsóknarleiðangra sína í bíl hans. Svo fór hann að heyra flugufregnir af nýju og dularfullu morðtóli, sem nazist- arnir mundu ætla að hleypa af stokkunum í grend við þorpið St. Pol. Hann afréð að rannsaka þetta nánar. Iiann uppgötvaði, að Þjóðverjarnir höfðu flutt urmul fanga- búðaþræla af báðum kynjum til skógarins í grend við þorpið. Þrælarnir voru að byggja eitthvað, sem feiknmikil launung var yfir. Öflugur hervörður var uxa stað- inn, og svo vel voru framkvæxrdir dulbún- ar, að heita mátti ógerlogt a5 sjú þxcr ár lofti. Hvernig átti hann nú að komast að því, hvað þarna væri í bígerð? Að lokum kom tækifærið upp í hendurn- ar á honum. Hann var spurður, hvort hann vildi hætta á að aka inn í skóginn með tveimur Frökkum, sem áttu að skila efni á staðinn. Hvort hann vildi! Hann klæddist verkamannafötum og sat á milli Frakkanna í vörubílnum. . Þegar inn í skóginn kom, óku þeir eftir vegi, sem græn net höfðu verið strengd yfir, til þess að hann sæist ekki úr lofti. Vopnaðir verðir voru á hverju strái, en enginn leit við unga, óhreina Frakkanum sem Riseley var orðirin. Er þeir höfðu ékið undir netunum um hríð, breikkaði vegurinn, og við augum Riseleys blasti stærsta hernaðarleyndar- mál Þjóðverja. Framhald á bte. 13 Riseley var sæmdur heiðursmerki fyrir afrek sín í Fralíklandi. Myndin er tek- in við það tækifæri, þegar George kon- ungur afhenti honum það. 6 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.