Vikan


Vikan - 21.11.1957, Blaðsíða 8

Vikan - 21.11.1957, Blaðsíða 8
GARMURINN HANN GISSUR Gissur: Er þetta állur morgunverðurinn, sem við fáum ? Rasmína: Það er það eina sem megrunarkúrinn leyfir. Gissur: Ef ég fengi að ráða, værum við ekki i megrunarkúr. Rasmlna: Æ, hættu þessum kvörtunum. Þú hefur ennþá meiri auícaþyngd en ég. Rasmína: Það er engin á- Skrifstofumaðurinn: Er konan þin ennþá í megrunarkúr, Giss- Gissur: Ekki veit ég hve lengi ég held heilsu með ' stœða til þess að þú getið ur? þessu móti. é ekki haldið kúrinn, úr því Gissur: Já, það er hún. Og ekki nóg með það — hún neyðir ég get það. mig til að megra mig líka. , Gissur: A-h, en sú ilmandi lykt. Eg vildi að ég mœtti fara þarna inn og fá mé" géða máltíð. fig hnld reynda.r að ég láti.það eftir m„r. Þjónninn: Svo yður þótti saltkjötið og baunirn- ar góðar. Viljið þér ekki ábætir á eftir? Gíssur: Jú, en fyrst vil ég fá meiri baunlr og soltkjct. Gissur: Salatið er Ijómandi gott, Rasmína, en ég er bara ekkert svangur í kvöld. Rasmína: Ég sem hélt að þ:l yröir alveg að zálast úr hungri. Þú hefur borðað í veitingahúsi ? Ég krefst pess að fá að vita sannleikann. Gissur: Ég gat ekkert að því gert, Rasmína . . . Ég var að sál- ast úr hungri. Rasmína: Auminginn þinn, þú hefur ckkcrt viljaþrck. Eldabuskan: Þurftiröu endilega að borða alla steikina um hádegið, frú? Nú cr ekki til matarbiti handa mér. Gissur: Evað segirðu um að fá aukabita áður en við förum í rúmið, Rasmina ? Eða kannski þú hafir of mikið viljaþrek. Rasmína: O—o, steinpegiðu! 8 VIKAN Luusliiti iflíulnínifurinn Um hann mátti segja svipað og stundim er sagt um sjó- mennina, að hann ætti kvenmann í hverri höfn HANN var frá Ameríku og hét Calouste Gulbenkian, en í daglegu tali var hann oft kall- aður Herra fimm prósent. Hann var maður reglusamur og nákvæmur. Og því var það, að þegar þessi Armeníumaður, sem með olíubraski sínu varð einn af auðugustu mönnum heims, var á gamalsaldri spurður að því af fjölskyldu sinni, hvort hann ætti nokkur lausaleiksböm, gat hann svarað neitandi._______ Ekki svo að skilja, að hann hefði ekki getað eignast fáein afkvæmi utan hjónabandsins. Calouste Gulbenkian var nefni- lega annálaður kvennamaður. En hann hafði reglu á hlutun- um eins og áður er sagt og lagði það ekki í vanda sinn að fara - með staðlausa stafi; og þegar hann sagði nei við spurning- unni, vissi fjölskyldan semsagt, að hún gat treyst því, að engir óvæntir erfingjar skytu upp kollinum eftir hans dag og gerðu tilkall til milljónanna. Frá þessu atviki segir í ævi- sögu Gulbenkians. Höfundurinn reynir ekki að draga fjöður yfir þennan þátt í æfi auðjöfursins. Hann var forhertur og ófor- betranlegur kvennamaður og hélt áfram að eltast við stúlk- urnar til hins síðasta. Hann var áttatíu og fimm ára, þegar fjöl- skyldan lagði samviskuspurn- inguna fyrir hann! Hann leit á ástina með aug- um hins austurlenska ma.nns. Hann kom sér upp ós,Ti3cnum k tfennabúrum. Fann sa.Liaði fögru k'/enfór-.i oins og fr.tæk- ari menn safna frínierhjuxi — og hann hafði efni á þessu. Milljónirnar streymdu inn. Hann gat látið allt eftir „stúlk- unum sínum“. Og þar lá hund- urinn grafinn. Það mátti segja um hann eins og stundum er sagt um sjómennina, að hann ætti kven- mann í hverri höfn. Hann átti ástmeyjar í París og London eða hvar sem hann var niður kominn þá stundina. Hann hélt þær í dýrindis íbúðum. En hann var strangur „fað- ir“, gamli maðurinn. Hann fylgdist vandlega með öllu at- ferli stúlknanna sinna. Hann krafðist af þeim hlýðni og und- irgefni, og ekki tók hann í mál að sýna sig úti með þeim nema hann þættist viss um, að þær kynnu að koma fram eins og fullkomnar dömur. En stundum var hann óhepp- inn. Nicole, segir ævisöguritari hans, brást honum til dæmis illa. Hann hafði fundið hana í einu af fátækrahverfum Parísar, keypt henni dýrindis kjóla, hlað- ið á hana skartgripum. Hann þóttist líka vera búinn að kenna henni mannasiði. En þegar hann fór með nana út í fyrsta skipti, gerði hún sér lítið fyrir og vakti hneyksli. Þetta gerðist í samkvæmis- sal eins stærsta hótelsins í París. Calouste gamli Gulbenk- ian hafði gleymt að taka það með í reikninginn, að stúlkan hans var úr fátækrahverfi og ekki enn orðin vön mataræði ríka fólksins. Og í miðri veizl- unni í miðjum samkvæmissaln- um byrjaði hún allt í einu að kasta upp! Gulbenkian hafði í þjónustu sinni konu að nafni Elize Soulas. Hún var einskonar siðameistari kvennabúrsins. Hún kenndi ný- liðunum mannasiði, sagði þeim hvernig kjólar færu þeim bezt, fór með þær í snyrtistofur og þar fram eftir götunum. Stöku sinnum kom babb í bát- inn. Það kom til dæmis fyrir, að foreldrarnir voru ekkert sérlega hrifnir af hinum nýja „hús- bónda“ dótturinnar, jafnvel þótt hann væri einn af ríkustu mönn- um heims. Þá þurfti að sansa þá. Svo voru það stúlkumar, sem Her-a :irin prósent var orðinn ljiður 'Þæi i ttx. það tii aO malda í móinn og neita jafnvel að flytja úr lúxusíbúðunum sín- um. Þessar stúlkur varð Elize Soulas líka að sansa, og greip þá auðvitað til þess sem hendi var næst — það er að segja peninga. Því að Gulbenkian hinn arm- enski var örlátur. Hann leysti stúlkurnar sínar út með dýr- mætum gjöfum. Og aldrei krafði hann þær um djásnin, sem hann hafði gefið þeim þegar allt lék í lyndi. Margar stúlknanna fengu allt að því hálfa milljón að skilnaði, og um eina er getið í æfisögu milljónamæringsins sem fékk hvorki meira né minna en sem samsvarar fimm milljónum króna, þegar henni var „sagt upp.“ En hún var líka óvenju- lega lengi búin að vera „eftir- Iætisbarn“ Gulbenkians gamla. Nú vaknar óneitanlega sú spurning hjá manni, hvaða aug- um kona Gulbenkians hafði litið á þessi mál. Svarið er: Hún vissi ósköp vel, hvað maðurinn hennar aðhafðist, og sætti sig við það. Hugmyndir hennar um ástina voru semsagt líka af austurlenskum toga spunnar. Henni fannst það ósköp eðlilegt, að karlmaður yrði að bregða sér á leik með fleiri konum en einni. Það kemur líka á daginn, að Nevarta Gulbenkian gerði sér snemma ljóst, að auðugar kon- ur gátu leikið þennan leik engu síður en auðugir karlar. Og það er í frásögur færandi, að í grend við París gerðist eitt sinn sá einstæði atburður, að ein af hjákonum herra Gulbenkians og einn af elskhugum frú Gul- benkians óku saman bílum sín- um! Nubar Gulbenkian, sonur hiónanna, staðfestir þessa sögu. Hann segir að hjákonan hafi verið kanadisk fegurðardís og elskhuginn sænskur greifi, og bætir því við, að aumingja Elize Soulas siðameistari háfi haft mikið að gera þann daginn! Að lokum þetta: Hvað veldur því, að Nubar Gulbenkian sonur hins látna og lausláta olíukóngs, fæst til þess að staðfesta, að Undirritaöur óskar eftir aö að VIKUNNl Nafn ....... Heimilisfang hátterni föður hans hafi verið jafn vafasamt og hér hefur verið lýst? Þar er þvi til að svara, að sonurinn líkist að því leyti föðj CALOUSTE GULBENKIAN Hann var strangur „pabhi'*. urnum, að hann er maður ó- venjulega hreinskilinn. Þegar honum var tjáð, að verið væri að semja ævisögu Calouste Gulbenkians, sagðihann: „Hann var enginn dýrlingur og ég vona, að ekki verði reynt að dubba hann upp í dýrling i bókinni." ssa sras n: mi! asc gerast áskrifandi Til HeimiIisbLaðsins VIKIJNNAR H.F., Reykjavík. í 1 i l | i í> VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.