Menntamál - 01.01.1925, Page 15

Menntamál - 01.01.1925, Page 15
MENTAMÁL 61 ingar- og dánarvottorS og þingfundageröir, eru skólunum til mikils meins, því aö þær hafa drepiö áhugann á sögunni, sem börnum og unglingurn er svo eig'inlegur. Goösagnir eru mjög viö skólans liæfi. Landafræöi ætti ekki aö vera sjerstök náms- grein; hún er vettvangur sögunnar, og ætti ])ví að kenna báð- ar Jjessar námsgreinar i einu. Kristin fræði. Trúartilfinningin liggur eins og gullæö í gegn um æsku- árin, og má vera, aö sú æð sje gullauöugust í æsku. En öll trú er ofin úr þáttum tilfinningarinnar og skynseminnar, sem tvinna ber sarnan í æðri eining. Einhliöa þroski annars, leiðir til óstöövunar og trúarvingls, en einhliða þroski hins, til storknaðrar trúfræöi. Vorir tímar viröast hafa fundiö þann óskastein, sem stundum samtvinnar þessa þætti í einum manni. Trúartilfinninguna sjálfa er ekki hægt að kenna. Hana er aö- eins hægt aö vekja, ala eöa leiöa. En um það er i rauninni ekki hægt að setja fastar reglur. Sú handleiðsla er rneir á valdi heimilanna en skólanna. Þann þátt trúarinnar, sem gerður er úr skynsemi og þekking, er hægara aö styrkja í skólunum. Þvi rná þó aldrei gleyrna, að allar hugmyndir barn- anna eru hlutkendar, og því eru líkingar, sem dregnar eru af mannkyninu og mannlífinu, höfuðþáttur í trú þeirra eins og trú allrar alþýðu. Guö er í augum barnsins dásamlegur, sterk- ur og stjórnandi fctöir; en guð er líka hiu góða, miskunnsama og fórnfúsa móðír. Faðir og móðir eru þannig ímyndir máttar guös og kærleika. Á þessu veröur kristindómsfræðslu aö byggja, og liggur því næst aö leggja söguna til grundvallar, og þá fyrst og fremst biblíusöguna. Sagan á að vera kristin- dómsfræðslunni það, sem þýðing og skýring er í tungumála- kenslunni, eða m, ö. o. aðalatriðið. En trúfræðin svarar til málfræðinnar. Trúarsetninguna má oröa í stuttu og skýru máli, en síðan skal þegar tilfæra dæmiö, og þá helst sem næst orðalagi ritningarinnar sjálfrar. Með þessu móti lærist hvort- tveggja í senn og skilst betur. En það aö gera trúarsannindin

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.