Menntamál - 01.04.1926, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.04.1926, Blaðsíða 7
MENTAMÁL ior -og því ver, sem lengur leiö. Hann var vafalaust meiri skyn- semistrúarmaöur en svo, aö hann gæti íelt sig viö guSfræöi- •skóöanir þær, er þar var haldiö fram, og haföi þá hvorki elju nje skap til aö sitja yfir því, svo lengi sem þurft hefði til embættisprófs, og hvarf svo frá ]rví ráöi. Hann sneri sjer þá ■að því, aö kynna sjer uppeldisfræði og skólamál. Það var nýlunda um íslendinga, — man ei eftir öðrum fyr, — og ekki beint fjevænlegt til embættisstööu hjer, eins og þá stóö. En þar haföi Jón fundiö sjer æfistarf, frá þ v i efni hvarf hann aldrei, þeim málum sinti hann, fyrir þau lifði hann, upp frá því, meðan honum entist aldur, fram á síðasta æfidag. Og aftur mætti ætla, aö þar hafi komið til föðurráö, þvi að 'hann var góöur sonur og bar ást og traust til fööur síns; eða föðurarfur, jafnvel ættararfur. Faðir hans haföi jafnan lagt mikla rækt við barnafræðslu, og það ekki einungis í prestakalli sínu og prófastsdæmi, heldur einnig borið þaö mál fram á Al- þingi, og varð þar framkvööull hinna fyrstu laga hjer á landi um uppfræöingu barna í fleiru en lestri og kristindómi. Afi hans, sjera Þorvaldur Böðvarsson, sálmaskáldið, var einnigorð. lagður kennari og forstöðumaöur hins eina uppeldisskóla, sem reistur hefir verið hjer á landi, svo að sögur fari af, og það ein- mitt hjá Görðum á Álftanesi. Nú hafði sonarsonur hans, síra Þórarinn, geíið hús og fasteign til að liefja þar aftur skóla í prestakalli sínu, og komið þar á liarnakenslu. Þegar svo sonur hans kofn heim, tók hann við skólastjórn- inni og' hafði hana síðan í aldarfjórðung og einu ári betur. Þá var barnaskólinn ]ægar gerður að unglingaskóla jafnframt •og síðan alþýðu og gagnfræðaskóla, og ]ægar opnaður fyrir ■stúlkur jafnt og júlta. Það var nýung hjer og þótti sumurn óhæfa. Þó að gjöfin væri fádæma rausnarleg, var þar alt fátæklega í fyrstu, nema skólastjórinn. Hann var óvenjuvel undir starf sitt búinn, þvi ágætlega vaxinn og fullur af álmga. Hann unni fslandi af einlægum hug, eins og margir gerðu þá, og þjóðrækni hans var víðsýn og laus viö allan sjergæðings- skap. Hann sá að þjóðin var orðin eftirbátur annara í svomörg-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.