Menntamál - 01.01.1927, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.01.1927, Blaðsíða 8
38 MENTAMÁL yrði. Að vísu cr auðgert, að nefna ýms hugtök, sem ailir nota, þegar um takmark uppeldisins er að ræða, svo sem skap- gerð, þroski, siðgæði o. fl. En hugtök þessi eru óhlutkend, og má leggja í þau ýmsan skilning. í rauninni her oss ekki saman um takmarkið, því dórnar vorir um það, í hverju hið æðsta manngildi er fólgið, eru sundurleitir. Það veldur niikl- um mun, hvort vjer teljum skyldurækni, trygð, iðni og sið- prýði í tölu höfuðdygða eða vjer setjum þær slcör lægra en áhuga, sjálfstraust og dómgreind. Hversu ólíkar hugntyndir manna um takmark uppeldisins eru, sjest bezt þegar litiö er á einstök dæmi. Um ágæti hesta og nautgripa er engin teljandi ósamhljóðan; húsdýrin standa í markaðsverði, sem er nokkurnveginn viðurkent af öllum. Öðru máli gegnir tuti mannfólkið. Þar hefir hver sinn mælikvaröa á ágætið. Dónt- arnir geta verið alveg andstæðir, þannig, að einuni geðjast vel að þeirn, sem annar kallar spjátrung. Og að því er snertir takmark uppeldisins, er enn örðugra að spyrja reynsluna, en þegar um aðferðir er að ræða. Um aðferðirnar má segja, að æskilegt sje að læra af reynslunni að svo miklu leyti, sem unt er, en um takmarkið verðum vjer að játa, að þar er vart til að dreifa neinu, sem kalla má reynslu. Hugsjón vor um ágætau mann, er óháð því, hversu oft eða sjaldan vjer hitt- um fyrir oss í lífinu menn, sem nálgast hugsjón vora. Hug- sjónin verður hin sama, hvort heldur vjer hittum oft, ein- staka sinnum eða aldrei þann mann, sem að vorum dómi er fylling hins sanna, fagra og góða. Hugmynd vor um takmark ujtpeldisins er því ekki bundin við reynslu vora, heldur háð hugmyndum vorum um hið æðsta manngildi, en upptök þeirra hugmynda eiga dýpri rætur en svo, að hægt sje að rekja þau til skynjana og mælanlegra fyrirbrigða. Kenn- ingar uppeldisfræðinnar og viðleitni kennarans á því fremur rætur sínar í trú og sannfæringu, en sönnuðum þekkingar- atriðum. Það kyrini þvi einhverjum að virðast fávíslegt, að ræða upp- eldismál og rneðöl, þar seni hugmyndir vorar um takmarkið

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.