Menntamál - 01.01.1927, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.01.1927, Blaðsíða 3
MENTAMAL ÚTGEFANDl: ÁSGEIR ÁSGEIRSSON III. ÁR JAN. 1927 9. BLAÐ Kenning og framkvæmd. Grein þessi er eftir próf. A. N. Larsen, ráÖunaut kenslumálaráðuneyt- isins danská, í málum, gr snerta barna- og unglingaskóla. Lesendur eru beðnir að athuga, að hugleiðingar þessar snerta eingöngu siðferðilegt uppeld'i og gáfnaþroska, en ekki námsgreinar, þar sem þekking eða leikni er aðalatriðið. En því er hugvekjan birt hjer, að hún er vel til þess fallin að vekja athygli kennara á því, hversu óviðeigandi sá ofsi og heift, sem þráfaldlega gerir vart við sig, þegar um stjórnmál og trúmál er að ræða, er í umræðum um uppeldismál. Umræður um stefn- ur, aðferðir og markmið uppeldisstarfseminnar eru nauðsynlegar, og verða þó engar allsherjarsaþyktir gerðar um hina rjettu aðferð eða hið eina takmark, þegar um gáfna- og siðferðisþroska er að ræða. Frjáls- lyndi og víðsýni verður að' rikja í þeirri baráttu, og trúin á, að það haldi velli, sem hæfast er. Þegar talað er um kenningar uppelclisfræðinnar og reynsl- una, er venjulega átt við uppeldi i þrengri merkingu þess orðs. í þessarí grein er hvorki átt viö líkamsuppeldi nje þekkingu og leikni, heldur uppeldi skapgeröar og hugsunarháttar. Þaö er og alment álit, aö uppeldiö beri góöan árangur, livað sem líður heilsufari og þekkingu, ef lyndiseinkunn, hugsunarháttur og áhugi nær góðum þroska; í samanburði við það, er alt ann- að aukaatriði, meðal en ekki mark. Þegar fluttar eru nýjar kenningar á öðrum sviðum, verður auðvitað fyrst fyrir að spyrja reynsluna um gildi þeirra. Reynsl- an á að staðfesta kenninguna. Tímaröðin er að vísu ekki ætíð sú, að fyrst sje kenningin flutt og síðan reynslan spurð, heldur er oft svo, að reynslan er fyrst, og út af henni er kenningin leidd; kenningin er ávöxtur af skynsamlegri athugun reynsl-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.