Menntamál - 01.01.1927, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.01.1927, Blaðsíða 6
36 MENTAMÁL til hennar lei'öir til þess misskilnings, aö þaö, sem átt hefir viö eitt barn, hljóti aS gefast vel viS önnur, — eSa liins, aS ])aS, sem fer vel í höndum eins kennara, hljóti og aö eiga l)ezt viö alla aöra. Svo er ekki. Barnið og kennarinn hafa sitt einstaklingseöli. Eðli barns og kennara er og breytilegt frá degi til dags og ári til árs. Sjerhver aSstaöa er ný og einstæð. Þess vegna er sjálfsuppeldiö svo örSugt. Þegar bergmáliö af framkomu vorri vekur hjá oss óánægju, hugsum vjer oss hvern- ig vjer eigum aS haga oss í næsta skifti. En þetta „næsta skifti“ kemur aldrei, því „næst“ er aSstaöan önnur, einhver nýr þáttur kominn í viðbót, sem hin íyrri reynsla nær ekki til. Vjer kom- um á hverjum degi í nýtt land. MeS öSrum orSum, að jafnvel þó viö höfum reynsluna aö baki, og höfum Ijósa hugmynd um orsakir manngildisins, í einhverju einstöku tilfelli, þá er ekki víst aS sú reynsla komi aö notum. Þegar þess er gætt, hversu sundurleitar skoSanir manna eru um uppeldisaðferöir, og þegar hinsvegar er gert ráð fyrir aö allir vilji læra af reynslunni, þá veröur ekki annaö sjeS, en aö reynslan, aS svo miklu leyti, sem um reynslu má tala í þessu sambandi, kenni mönnum sitt hvaS. M. ö. o. á þessu sviöi er ekki um ótvíræSar staöreyndir aS ræSa. Reynslan er þannig vaxin, aS margir geta taliö sjer trú um, aS reynslan sanni þaS, sem þeir hafa óskaS. LeitiS og þjer munuö finna! Reynslan brosir t. d. jafnt á móti þeirn, sem fylgir samkenslu pilta og stúlkna, eins og hinum, sem eru henni andstæSir. Reynsla mannanna lýsir betur þeim sjálfum en lífinu. Menn eru yfir- leitt alt af sannfærSir til þess aS læra annað af lífinu en þaö, sem kernur heim viS skoöanir þeirra sjálfra. Um uppeldismálin eigum vjer yfirleitt ekki kost ótvíræSra staöreynda. Kemur þaS m. a. fram í því, aS ýmsir kennarar gera sig þráfaldlega seka um sömu yfirsjónirnar alla sína tíö á sama hátt og þeir halda kostum sínum óbreyttum. Þetta er algengast, aö kostir og gallar haldist óbreyttir hinir sömu. Þeir nemendur, sem kennarinn hefir núna, líta á hann sömu augurn og nemendur hans gerSu fyrir tuttugu árum. Nem-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.