Menntamál - 01.01.1927, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.01.1927, Blaðsíða 18
48 MENTAMÁL fásinninu. Aðstaða Svíanna er ólíkt betri, að því er snertir útgáfu blaða, tímaríta, kennaranámskeiðí, ssameiginleg fundarhöld o. fl. Carl Lidman verður 65 ára nú í þessum mánuði; hann er í frcmstu röð norrænna kcnnara, vinsæll og vel metinn. íslandskortið. Sambandsstjórnin biður þess getið, að nú sje úti öll von um það, að íslandskortið komist í gagnið á þessu skólaári. Var vonast til þess, að j>að kæmi á markaðinn í j anúarbyrj un„ en undirbúningur allur og prófarkalestur liefir reynst tafsamari en ráð var gert fyrir. Er það ekki undarlegt, ])ar sem prófarkalestur og prentun fer fram sitt í hvoru land'i. Próförk af kortinu er komin til sambandsstjórnarinnar, og er útlit fyrir að það muni ekki bregðast þeiin vonum, sem útgefendurnir hafa gert sjer um það. Að sjálfsögðu verður kortið tilbúið svo snemma, að allir skólar geti aflað sjer þess fyrir byrjun næsta skólaárs. S óttvarnarráðstaf anir. Vegna kíghóstans, sem nú gengur í Rvík, hefir börnum, sem ekki hafa fengið veikina, verið bönnuð skólaVist, og cr ekki að vita hvenær ])ví banni verður af ljett. Kemur ráðstöfun þessí að'allega niður á börnum innan skólaskyldualdurs, og eru því flestir einkakennarar, sem smábarnafræðslu stunda, nú atvinnulausir. í barnaskólanum hefir börnum fækkað urn jrriðjung, og hefir því verið gerð ný stundaskrá og feld niður kenslan í leiguherbergjunum út um bæinn. Pinna nú mörg heimili hvað átt hafa, þegar mist hafa, þó ekki sje nema um stundarsakir, enda er bagaleg námstöf að stótvarnarráðstöfunum. Þó verður ekki um sakast, og er mikið unnið, ef ráðstafanir þessar verða til þess, að útbreiðsla kighóstans dragist fram á vorið og sumarið, einkum þegar litið er til hinnar örð- ugu afkomu og aðbúnaðar á mörgum heimilum lijer í bæ um þessar mundir. Inflúensa gengur nú í nágrannalöndunum, og er sögð væg norðantil í álfunni, en áþekk spönsku veikinni, þegar sunnar dregur. í Danmörku hefir heilbrigðisstjórnin ekki gert aðrar ráðstafanir í sambandi við skól- ana en þær, að mælast til að feldar sjeu niður almennar skólasamkom- ur, morgunbænir ekki háðar í einum sal o. s. frv. Auk ])ess er börnum frá sýktum heimilum bönnuð skólaganga. Mentamúl. Verð 5 kr. árg. Afgr. i Laufási, Rvík. Sími 1134. Fjelagsprentsmiðjan.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.