Menntamál - 01.01.1927, Blaðsíða 7

Menntamál - 01.01.1927, Blaðsíða 7
MENTAMÁL 37 endurnir eiga þar sameiginlegar endurminningar. ÞaS ver’Sur ekki verulega vart viö, aö kennarinn hafi lært miki'ð af reynsl- unni. Hin almenna skoðun, að ein kynslóðin sje ekki fremri þeirri, sem næst er gengin á undan, og jafnvel síðri, gerir ekki rá'ð fyrir nhkilli hagnýtri reynslu, að þvi er mannkyni'ð í heild sinni snertir. Af þessu leiðir, að uppeldisstörfin eru síður komin undir eldri reynslu heldur en færni og lagni, þ. e. a. s. hæfileikan- um til að laga starf sitt eftir aðstæðunum, en það er hæfileiki, sem vart er hægt að æfa eða þroska beinlínis (direkte), þvi hann er háður ýmsum andlegum eiginleikum, svo sem gáfum, mentun, samúð og g’óðsemi. Þeirri skoðun hefir heldur ekki veriö haldið fram, að yngri systkini í stórum liarnalióp sjeu yfirleitt ágætari en hin eldri, þar sen: þau hafi notið göðs af aukinni reynslu foreldranna við uppeldisstörf. En af þessu leiðir og, að kennarar eiga að fá að hafa upp- eldiskenningar sínar í friði, vart j)ó í friði fyrir öðrum kenn- urum, heldur i friði fyrir þeirri ,,reynslu“, sem hvorki getur sannað eða ósannað. Auk þess eiga leiðirnar aö vera opnar fyrir öllum nýjum kenningum, enda er enga reynslu-sönnun hægt að heimta. Uppgangur nýrra kenninga, er yfirleitt ekki undir því kominn, að hægt sje að benda á árangur hinna nýju aðferða, sem allir verði að beygja sig fyrir, heldur undir ])ví, að hve miklu leyti er hægt að gera fullyrðingarnar sennilegar. Sumir líta ])ó svo á, að sá eldmóður, sannfæringarkraftur og sigurvissa, sem fram kemur í l)oðum kenningarinnar, sje sönn- un fyrir sanngildi hennar. Vjer erum oftlega ekki eingöngu ósammála um uppeklisað- ferðir, heldur og um mark og mið uppeldisins. Venjulegast er ])ó rætt um aðferðirnar á þeim grundvelli, að takmarkið sje eitt og hið sama. Svo verður líka að vera. Það væri fá- víslegt af mönnum, sem ætla sitt í hvora áttina, að deila um ])að, hvaða leið sje sú rjetta. Á sama hatt er sameiginlegt mark og mið skilyrði fyrir þvi, aö hægt sje að rökræða um rjettar aðferðir í uppeldisefnum. Og þó brestur oft þetta skil-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.