Menntamál - 01.01.1927, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.01.1927, Blaðsíða 11
MENTAMÁL 4i eru til viö hæfi barna í kauptúnum, en mýmörg í sveitum, og þau flest hollari barnshuganum, en ])au fáu, sem í kaup- túnurn eru. Eöa hugsiö ykkur muninn á því, fyrir barnshug- ann, aö annast skepnur, kýr, ltindur og hesta, og taka trygö við, eöa að „búnta“ saltfisk. — Og enn er það ótalið, sem ef til vill skiftir mestu rnáli, en ])að er umhverfið. Er ekki niunur fyrir börnin að koma út úr „bæiium" sínum og fara að leika sjer, þar sem „blómin anga öll og skreyta víðan völl“, „þar sem urn grænar grundir líöa skínandi ár að ægi blám". þar sem „syngur i runni og senn kemur lóa, svanir á tjarnir og þröstur x tún“, eða koma út úr húsinu sínu og- á götuna, oftast annaðhvort óhreinar og blautar, eða svo rykugar, að sje einhver vindur, þá þyrlast í-ykið upp og gerir „rykbyl“. —- Og það þykir margsannað, að umhverfið hafi mjög mikil á- hrif, ekki eingöngu á barnshugann, heldur og á hug fullorð- inna. Af öllu þessu er ljóst, að uppeldisskilyrði sveitanna hafa verið og eru enn, mun betri en kauptúnanna. Þó er ei þar með sagt, að kauptúnin gætu ekki haldiö viö ýmsum góðum og gömlum venjuin sveitaheimilanna, umfram það, sem þau gera nú. Vil jeg t. d. nefna húslestrana, sem kauptúnin eru að leggja fyrir óðal. Venja var að láta börnin fara út á morgn- ana, signa sig og bjóða síðan góðan dag; eins að biðja guð að blessa sjer matinn og þakka honum að máltíö lokinni. Þessir siðir erú óðum að hverfa, og" fleira mætti nefna þessu líkt. — — Víkjurn þá nánar að börnum kauptúnanna. — Aðalleik- völlur Jxeirra er gatan, svo holl og falleg- senx hún er. Þar þyrpast börnin sarnan til leika, og þarf engan að undra, þótt hávaðasanxt verði, ]xegar 50—100 börn eða meir, eru komin í einn hóp. Gegnir mestu furðu, að nokkur fullorðinn skuli hafa orð á því, þótt börn leiki sjer, eða hafi nokkuð lrátt. Hvað ættu þau annars aö gera á götunni? Þætti ykkur ]xað eðlilegra, að þau gengju til og frá nxeð hendur i vösum og’ höfuðið niðri á bringu. Jeg held við yrðum þá öll ln-ædd um að eitthvað væri að börnunum. Á þá ekkert að skifta sjer af börnunum, þegar þau eru úti? Jú, vissulega, og þau af-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.