Menntamál - 01.01.1927, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.01.1927, Blaðsíða 14
44 MENTAMÁL eins og álfur út úr hól. — Ög aö sföustu biö jeg ykkur þess, aö vera hlýSin foreldrum ykkar, og hjálpa þeirn eftir megni viS störfin margvíslegu, senr á þeirn hvila. BiöjiS svo góSan guS oft og iSulega aS stySja ykkur og styrkja í öllu góSu. Biöjiö hann aS gera ykkur aS góSum og nýtum mönnum og hjálpa ykkur til aö vinna sveit ykkar og landi mikiS gagn. — Jeg segi þá skóla settan. — Góöur guS Irlessi störf okkar öll, nú og æfinlega. Stílar- t fyrsta árg. Mentamála, bls. 92, voru birtir tveir stílar eftir skóla-' börn í Reykjavík. Stíl þann, er lijer fcr á eftir, hefir Friörik Hjartar, skólastjóri á SuSureyri, sent Mentamálum. Ritvillur eru í svigum, merki óleiðrjett, svo og ýmislegt smávegis, er betur mœtti fara. Stíllinn er geröur af 13 ára gamalli stúlku, EagnheiSi GuSjónsdóttur. VerkefniÖ var : Árstíðirnar. 1. V cturinn. Veturinn er fremur misjafn að veðráttufari, og hcltlur kaldur. Þá snjóar mikiÖ, og er oft mikið frost. í mildum vetrum veröur frostið sjaldan meira en 10—15° á Celsíus; en í hörðum vetrum verður frostið oft 20—30°. Börnin ldakka altaf til vetrarins, og þykir (þikir) gaman að leika sjer í snjónum. Þá leika þau sjer á skíðum, sleðum og skautum, og ennfremur skemta l>au sjer viÖ að byggja hús og fólk úr snjónum. En (Enn) þau þurfa líka að læra til þess að gcta orðið nýtir menn. Fullorðna fólkið vinnur að ýmsu, sem þaÖ þarf að vinna. Kvenn- fólkið hugsar um hús og heimili, vinnur ull, prjónar og spinnur og saumar föt, 1 kaupstöðum stunda karlmenn sjó. Þá eins og endrarnær. Kennarar taka til síns starfa og kenna unga fólkinu margt og mikið. 1 sveitum er gætt fjár, hirt um kýr og hesta, og sjeð um bú og börn. Veturinn er skemtilegur ungu og Ijettlyndu (ljettlindu) fólki, en lciðin- legur gömlu og þunglyndu (þunglindu) fólki. Og lýk jeg nú sögu minni af þessum gamla og grálynda (grálinda) karli með klakaskeggið.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.