Menntamál - 01.01.1927, Blaðsíða 16

Menntamál - 01.01.1927, Blaðsíða 16
46 MENTAMÁL Bækur. Freysteinn Gunnarsson: Dönsk orðabók m e 8 í s- lenzkum þýöingum. 749 bls. Verö kr. 18.00.. Danska oröabók hefir vantaö tilíinnanlega í nokkur ár. En nú hefir Freysteinn Gunnarsson leyst meö sóma úr þeirri þörf. Hin eldri orðabók Björn Jónssonar og Jónasar Jónassonar er stofninn í þessari bók, en aukinn um fullan þriðjung, sýnd áherzla danskra orða, málfræðiheiti við hvert orð, þýðingar lagfærðar o. fl. Eru þýðingarnar fjölbreyttar, viröast yfirleitt nákvæmar og geröar af öruggum smekk á íslenzka tungu. Hefir Freysteinn unnið þrekvirki á skömmum tíma, með samn- ingu þessarar bókar, og bætt nauðsyn alls þess skólafólks, sem stund leggur á dönskunám. Bókin er og ómissandi þeim, sem viö þýðingar fást, þegar leita þarf góðra íslenzkra orða, því orðin vantar oft, þó skilning skorti ekki, enda mörgum nú orðið tamt aö hugsa i erlendum orðum, og veröur því stirt um, þegar ])ýöa skal eða rita. Friðrik Bjarnason: Skólasöngvar. Hafnarfirði 1926. Verö 1 kr. í heftinu eru 23 lög frumsamin, en kvæöin og vísurnar ílest eftir hin yngri skáld þjóðarinnar. Ágætur tónlistarmaður segir mjer, að lögin sjeu yfirleitt ágæt, að vísu ekki rnikið um nýja samhljóma, en falleg, lipur og ljett. Er raunin og ólýgnust, því fyrsta útgáfan er þegar uppseld, og von á annari innan skamms. Er hjer um að ræða fyrsta frumsamda sönglagaheftiö fyrir börn, og mun tónskál.dinu hafa tekist svo vel, aö sjálf- sagt er, að allir skólar á landinu noti heftið við söngkenslu l)arna. Væri gott að eiga von á fleirum slíkum heftum.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.