Menntamál - 01.02.1931, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.02.1931, Blaðsíða 3
MENNTAMAL ÚTGEFANDl: ÁSGEIR ÁSGEIRSSON V. ÁR Febr 1931. 2. BLAÐ Launamál kennara. Liðin eru 12 ár síðan sett voru lög- þau, sem nú gilcla, um skipun kennara og laun þeirra. Voru þau, til að byrja með, vel viðunanleg réttarbót, miðað við þau ósköp, sem kennarar höfðu áður við að búa. En er stundir liðu, og gallar dýrtíðaruþbótar- innar tóku að verða tilfinnanlegir, kom það í ljós, að laun ]>au, sem kennurum eru gerð með lögum þessum, eru allsendis ófull- nægjandi. Sá rangláti reikningur á dýrtiðaruppbót, sem tekinn var upp til hægriverka, kemur vitanlegá harðast niður á þeim.sem lægstu stofnlaunin voru skömmtuð, og máttu þvi ekkert missa. Þótt kennarar hafi lengur en nokkur önnur launastétt þagað um kjör sín, er það ekki fyrir þá sök, að minna hafi kreppt að þeim en öðrum. Hitt er heldur, að þeir voru áður litlu góðu vanir, og svo hitt, að stéttarsamheldnin var ekki til meðal kenn- ara fyr en nú á síðari árum, og skortir mjög á enn, að vel sé í því efni. Á ársþingi kennara 1929 var launamálinu fyrst hreyft. Nefncl var skipuð til að hefja unclirbúning. Safnaði hún að sér ýmsum gögnurn, erlendum og innlendum, athugaði hverra þurftarlauna yrði að krefjast, og studdist um það bæði við útreikninga frá Hagstofu íslands, og niðurstöður launanefndar þeirrar, er Sam- band starfsmanna ríkisins hafði sett til að íhuga launamál sín. Á ársþingi kennara 1930 lagði launamálanefndin fram bráða- birgðatillögur og bað félaga að íhuga þær gaumgæfilega og gera athugasemdir við. Launamálanefndin var svo kosin af nýju og henni íalið að halcla áfram að unclirbúa rnálið. Eftir áramótin

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.