Menntamál - 01.02.1931, Blaðsíða 18
32
MENNTAMÁL
Hér og þar.
Ný landkortabók.
í ráði er aö gefa út mjög vandaða íslenzka landkortabók á komandi
sumri. Nú á seinni árum hafa verið mestu vandræði vegna vöntunar á hent-
ugri kortabók, bæði fyrir barna- og unglingaskóla, svo að kennarar og
nemendur liafa litt mátt við una. Reynt verður að sjá tii, að korta-
bókin verði tilbúin áður en skólar byrja að hausti.
Haraldur Björnsson,
leikari hefir kennt kennurum barnaskólanna í Reykjavik upplestur
í vetur; hefir hann liaft 3 hópa og um 10 kennara í hverjum hóp.
1 tíma hefir hver hópur haft á viku. Það er vandi að lesa vel upp, eti
hitt er einnig mjög vandasamt, að segja sögur, svo að efnið njóti sín
vel og hrifi barnið, og þyrftu kennarar að fá tilsögn i því framfegis, því
að vel sögð saga eða æfintýri nýtur sín betur en lesið sé.
Björn Björnsson,
teiknikelinari við Kennaraskólann, liefir nýskeð boðiÖ kennurum við
barnaskólana í Reykjavik að kenna þeim töflnteikning það sem eftir
er vetrarins, og hafa margir kennararnir tekið þvi fagnandi. Hyggst
hann að kenna i smáhópum, 4—6 í hóp. Er auðséð af þessu, að kenn-
arar finna sárt til þess, hve litt þeir kunna til þessara hluta, cti það
vita allir kennarar, hve afar þýðingarmikið er að sýna barninu lilut-
ræna mynd af því sem um er rætt eða numið, og mikið má lífga upp
kennslu með litlum krítarmola, ef bann er í höndum manns, sem með
kann að fara.
Islandskort
handa skólabörnum og unglingutn hefir Jón Hróbjartsson kennari á
ísafirði gefið út. Kortið er vel teiknað, enda er Jón mestur snillingur hér
á landi i kortagerð. Það er prentað á góðan pappír. Nafnafjöldi nægir
bæði barna- og unglingaskólum. Er hér bætt úr brýnni þörf og á Jón
Hróbjartsson þakkir skyldar fyrir framtakið og vel unnið starf. Kortið
má panta hjá útgefanda og kostar aðeins eina krónu eintakið.
Menntamál. Verð 5 kr. árg. Afgr. í Arnarhvoli. Sími Arnarhvoll.
Félagsprentsmiðjan.