Menntamál - 01.02.1931, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.02.1931, Blaðsíða 14
28 MENNTAMÁL Grundschule (= alm. harnaskóli). Áður hafði hver hinna æðri skóla undirbúningsskóla (Vorschule), þar sem börnin gátu kom- ið strax og þau komust á skólaskyldualdur; ennfremur voru víða margir smábarnaskólar og eins einkaskólar. Menn gátu líka sjálfir séð um kennslu á börnum sínurn, og var hún þá oft harla misjöfn, sem von var á. Eg held, að það sé Irezt að setja hér nokkur af ákvæðum þessara laga. í fyrstu gr. er ákveðið, að fyrstu 4 ár barnaskólanna sé skylduskóli fyrir hvert barn. Að þeim tíma liðnum geta þau farið upp í æðri skóla. fikki er leyfilegt að hafa neina sérstaka undirbúningsdeild undir æðri skólana innan hins almenna barna- skóla (utan hans auðvitað ekki heldur). Ekki er börnum leyft að hlaujra yfir bekk, nema um alveg sérstaklega bráðgáfuð börn sé að ræða, og þá i samráði kennara, foreldra og skólaráðs. Oftast fá þessi bráðgáfuðu börn þá að hlaupa yfir 2. eða 3. bekk, 1. liekk aldrei og 4. bekk örsjaldan. Fyrst eftir að þessi lög gegnu í gildi, kom það ekki ósjaldan fyrir, að börnum var leyft að hlaupa yfir liekk, en nú er það að verða miklu sjaldgæfara. Hver kennari vcrðitr að taka- við börnunum strax og þau koma i skólann (6 ára) og kenna öll árin allar námsgreinar í sinum liekk, nema einhverjar sérstakar ástæður hamli þeim þvi. T. d. geta örkumla menn, sem særðust illa i stríðinu, illa kennt leikfimi. Galli þykir það á kennara, ef hann g'etur ekki raulað lag. Þegar kennararnir liafa börnin svona lengi hjá sér, þá kynnast þeir þeim mjög vel. Þeir eiga líka að skrifa „Charakteristik" yfir hvert barn, svo að glöggt og fljótt megi sjá þar einkenni hvers Ijarns, og andlegan ])roska þess. Eftir þessari Charakteristik er mjög farið, þegar börn eiga að fara upp í æðri skóla. Að loknum 4 fyrstu skólaárunum, halda bekkja- kennararnir áfram að kenna í sínum bekk þær námsgr., sem þeir helzt vilja halda og eru færastir um að kenna. í hverjum bekk eru þetta írá 35—45 börn, bæði í eldri og yngri deildum. Eg var hissa á því, hve gott lag kennarar höfðu á að kenna svo stórum hóp. Þeir þökkuðu það því, að þeir hefðu

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.