Menntamál - 01.02.1931, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.02.1931, Blaðsíða 4
i8 MENNTAMÁI. 1931 lag'Si nefndin svo fram tillögur sínar fyrir stjórn kennara- sambandsins. Iiafði hún orðið sammála um að gera meginreglur um útreikning launanna; og byggja að mestu á launagrundvelli þeim, sem lagður var með launalögunum 1919. Þessi voru aðalatriðin í tillögum nefndarinnar: a. Leggja skal til grundvallar laun kennara, eins og þau voru ákveðin með launalögunum 1919, en hækka þau eftir dýr- tíðarvísitölu Hagstofu íslands óskertri, eða ca. 50%. b. Það má telja augljóst, að laun kennara, eins og ]^au voru ákveðin 1919, áttu aðeins að nægja kennurum til lífsfram- færis þann tíma árs, sem þeir starfa við kennslu. Nú er það hvorttveggja, að hvergi mun það tiðkast í nokkru menn- ingarlandi, að kennarar verði að leita sér annarar atvinnu allan þann tíma, sem þeir eru lausir við kennslustörf, og það verður að telja óhæfu, að þeir hafi engan tíma til að hvílast frá störfum og búa sig undir næsta starfsár. — Þess vegna skal krefjast þess, að launin hækki enn sem svarar launum fyrir sæmilegt sumarleyfi. d. Forstöðumenn fastra barnaskóla skulu allir hafa ókeypis íbúð, ljós og hita. e. Til þess að rétta nokkuð hluta þeirra, sem búa i héruðum, þar sem dýrtið er mikil og húsaleiga há, skal greiða.þeim staðaruppbót í einhverri mynd. f. Aldurshækkun allra kennara við fasta skóla skal vera jöfn, kr. 1500.00, og greiðast að fullu á 10 árum. g. Framfærslueyri skal greiða öllum kennurum, sem eiga Ijörn á aldrinum i—14 ára, öðrum en giftum kennslukonum, enda séu menn þeirra vinnufærir. Stjórn Kennarasamhandsins tók nú við málinu. Varð hún sammála um að fylgja tillögum launamálanefndar, og leggja þær til grundvallar. En í einstökum atriðum var nokkuð breytt um tölur, sem komu fram, er launin voru reiknuð út eftir þess- um reglum. Það reyndist ófært, að ákveða staðaruppbót, sem réttlát væri, sökum þess að engar tölur eru fyrir hendi, sem

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.