Menntamál - 01.02.1931, Blaðsíða 16

Menntamál - 01.02.1931, Blaðsíða 16
3° MENNTAMÁL teikna og móta, og þá er ekki sízt hægt að raula vísur og læra kvæði í sambandi við það. Efni verður að velja börnunum, kunnugt, því er helzt tekið það, sem þau geta sett í samband við heimili sitt og skólann. Ekki má tala um neitt, sem er skiln- ingi barnanna ofvaxið, eða þá það, sem ekki hefir ,,praktiska“ þýðingu fyrir þau. í móðurmálskennslunni er lestur og skrift ekki aðgreint. Að loknu náminu (e. 4 ár), eiga börnin að geta lesið prentað og skrifað mál, sem er við þeirra hæfi (ekki of þungskilið). Það er ekki nóg, að geta lesið í 1)elg og biðu, heldur verða börnin að hafa fallegt lestrarlag og réttar áherzlur og lesa hljóðrétt, svo að það komi greinilega í ljós, að þau skilji efnið. Börnin eiga að geta skrifað skýrar ritgerðir um létt efni, sem þeim eru vel kunn. Skriftin á að vera læsileg, skýr og hrein- ieg. Taka ber fullt tillit til rithandar hvers barns og bæta hana eins og hægt er, án þess þó að eyðileggja hið sérkennilega við hana. Það er algerlega óleyíilegt, að láta börnin æfa tverins- konar skrift, þ. e. fegurðarskrift og snarhönd. Það eru því ekki lengur til neinar sérstakar forskriftahækur — sem betur fer, segja flestir þar. Átthagafræðin er ein af aðalnámsgreinunum. Fyrstu 2 árin eru heimkynni barnanna nægileg uj^pspretta til að tala, rita og syngja um: Lífið heima og í skólanum, á leikvellinum, göt- unni, túnunum og víðar. Vinna'n í borgum og í sveit, — í höndum og í vélum. Þá kenna sögur, æfintýri, dæmisögur, barna- visur og kvæði o. m. fl. börnunum að hugsa, tala, vinna og leika sér. Það að teikna, móta og kippa út, eykur gleði þeirra og skilning á lögun og litum þess, sem er í kringum þau. í 3. og 4. bekk byrjar svo hinn landafr.- og sögulegi þáttur átt- hagafr. Reynt er að láta börnin hafa sem mest fyrir öllu sjálf. Nú koma göngutúrarnir að góðum notum. Þeir verða líka marg- ir, ef ekki hamlar veður. Kennarinn undirhýr þessar göngur scm bezt hann má, og tekur þá hæði skugga- og kvikmyndir í þjónustu sína. Nú er farið að tala nánar um áhrif sólar á hnettina, árstíðir, tungl og stjörnur, veður og vinda, ár og vötn,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.