Menntamál - 01.02.1931, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.02.1931, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL 23 Þegar l)úið var að syngja, tóku börnin fram stólana sina, sem stóðu inn undir borðunum, og settust á þá, án þess að nokk- ur skarkali hlytist af. Tók eg eftir því, að ])au tóku með hönd- unum efst um framlappirnar á stólunum og drógu þá að sér um leið og þau settust. Þetta var. 1. bekkur, sem eg var kominn inn í. Börnin voru flest 6 og 7 ára gömul. Skólastofan var björt, rúmgóð og loft- ræsting ágæt. Blórn voru í gluggunum, allskonar myndir og teikningar á veggjunum og útbúnaður virtist allur hinn bezti. Þegar börnin höfðu sezt, segir kennarinn: „Iivernig væri ])að nú, börnin góð, að við rifjuðum upp dálítið af ])ví, sem við höfum verið að æfa okkur á undanfarna daga?“ Því játa þau öll einum munni og' segja, að það hafi verið svo gaman. Ein smátelpa bendir þá strax á mynd af kú og kálfum, sem hangir þar á einum veggnum og eru að baula. Hún snýr sér ])á að einum stórum strák, sem sat skammt frá henni og segir: „Veiztu, Hans, hvað kýrin segir?“ Hans sagðist nú halda ])að, og baular nú, svo að undir tók í stofunni. Þá fara iill börn- in að hlæja, og segja, að hann bauli altaf svona vel - - eins og naut! Þá spyr kennarinn litlu telpuna, hvort hún gæti nauð- að eins og hún litla kusa, sem sást á myndinni. Hún gerði það, en segist l)ezt geta ])að, ef hún megi standa á fjórum fótum. Hin börnin vilja þá ekki leyfa henni þáð, nema hún geti fyrst sýnt þeim merkið, sem sýni hljóðið i kusu þegar hún nauðar. Litla telpan fer þá að töflunni, tekur þar krítarmola, gerir strax lóðrétt strik en er svo í vafa hvort skáhalla strikið, sem hún segir að eigi að korna, sé fast við lóðrétta strikið að ofan eða neðan. Kennarinn fær henni þá eldspitur og segir henni að búa til hljóðtáknið úr þeim. Telpaú tekur þá strax 4 eld- spítur- og raðar ])eim umbugsunarlítið þannig, að út kemur M. Þá er hún ekki lengur i efa um það, hvernig eigi að skrifa það á töfluna. Þá segir einn lmokki. sem sat lengst burtu: „Kennari, má eg setja merkið aftan við það sem hún Kata (því að svo hét litla telpan) var að skrifa, sem sýnir hvað hún stóra kusa segir, þegar hún baular?" Auðvitað mátti hann það.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.