Menntamál - 01.02.1931, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL
3i
fjöll og dali, dýra og jurtalíf o. s. frv. TalaÖ er ]>á um lifn-
aÖarháttu og' si'Öu manna, á hverju menn lifa og hvernig félags-
lif þeirra er. Samgöngutæki og vegir eru athugaÖir. Söfn og
annað markvert er skoÖa'Ö. Kennt er aÖ skilja landabréf og
leita á þeim. Svona mætti margt fleira upp tína.
í reikningi er þess krafist, a'Ö loknum almenna barnaskólan-
um, að börnin séu leikin í að nota allar 4 aðalgreinir reikn-
ingsins bæði með nefndum tölum (þeim nöfnum, sem koma
altaf fyrir í daglegu lífi) og ónefndum. Ví'Öa er lögð mikil
áherzla á a'Ö geta reiknað i huganum. Kristinfr. er nú ekki
lengur skyldunámsgrein í öllum skólum. Þess í stað kemur eins-
konar si'Öfræði (Lebenskunde). En þar sem krfr.kennsla er,
byrjar hún 3ja ári'Ö, sem börnin ganga í skóla. Ekki eru þau
þá látin læra neitt utani>ókar, nema einstöku létt vers. Börnin
eiga að læra þýðingu helgidaga kirkjunnar og siði kristinna
manna utan kirkju og inuan. Sýna skal börnunum tnyndir til
skýringar þvi, sem talað hefir verið um.
Áður var börnunum nær því ltannað að teikna í skólanum,
a .m. k. fyrstu árin og þá var bara teiknað eftir fyrirmynd-
um, flötum myndum, kubbum, klossum o. þ. u. 1., en nú er
mikil áherzla lögð á að börnin teikni sem mest, og þá sem allra
mest frá eigin brjósti. Fyrstu árin er mikið klippt út í pappír
(marglitan), til ]>ess að börnin fái enn réttari hugmynd um
lögun hlutanna. í sumum skólum fannst mér fullmikið gert
a'Ö því að teikna, og er þá allmiki'Ö sagt, því að mér finnst
teikningin betur en flest annað geta sýnt manni innræti og sér-
kenni barnanna.
Söngur og leikfimi er mikið iðkað, og ])á oft í sambandi
hvort við annað. Margir leikir eru svo, að syngja verður með
þeim. Ætlazt er til þess, að á viku hverri séu a. m. k. 3 leik-
fimistímar. Kenndar eru allskonar fimleikaæfingar, ennfremur
útileikir, boltaleikir, sund o. s. frv. Víða er nú fari'Ö að kenna
leikfimi og leiki eftir „nótum“, þ. e. hljóðfæraslætti.
Meira.