Menntamál - 01.02.1931, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.02.1931, Blaðsíða 15
MENNTAMAL 29 börnin svo lengi, án íhlutunar annara, aÖ þeir gætu kynnst hverju þeirra fyrir sig og svo væru kennsluáhöldin nú orÖin i svo gó'Öu lagi, a'ð hægra væri aÖ láta hvert harn fá nóg að gera en áður var. Það mátti þó heyra á flestum kennurum, að jæir vonuðust til þess, að þegar rýmkaðist um fjárhaginn, ]já yrði hægt að hafa færri hörn í hverjum bekk. En hvað er þá kennt í þessum almenna barnaskóla? Sam- kvæmt stjórnarskrá lýÖveldisins eru þaÖ námsgreinarnar: MóÖ- urmálið (þ. e. lestur og skrift), reikningur, átthagafræði, teikn- un, söngur, leikfimi (leikir), trú- eða siðfræði, og telpur læra að sauma smávegis. Hlutverk Grsch. er í fyrsta lagi það, að efla og þroska þá góðu eiginleika barnanna, sem vart lieíir orðið við og koma kunna fram í leikjum barnanna, og nota þá með lagi til þess að efla starfshvöt og starfslöngun þeirra. í öðru lagi á að koma börnunum í skilning um siðferðislegar skyldur þeirra við sjálf sig og ])á, sem þau umgangast. Um leið á að gera hörnin sjálf- stæð í orðum og verkum. 1 þriðja lagi er lögð mikil áherzla á líkamsuppeldi barnanna. Leikfimi og leikir eru því mjög iðkaðir. Börnunumn skal komið í skilning um nauðsyn og holl áhrif úti og innileikja. Aðal áherzlan er lögð á ])að, að þess sé vandlega gætt ,að ofhjóða ekki getu litlu barnanna með bók- legum lærdómi. Það á að þroska augu þeirra og hönd. Til þess eru smágöngur og ferðalög tilvalin, enda er svo fyrirskipað, að fara skuli a. m. k. einu sinni i mán. í ferðalag og oft í göngur. Þegar börnin koma aftur í skólann, þá segja þau frá því, sem þáu hafa séð og heyrt á leiðinni, skriía um það, teikna og móta það, sem þeim er minnisstæðast. Á þessum eina degi safnast nóg efni til þess að ræða um í langan tíma. Þá komast kennarar líka að raun um, hvernig gáfum harnanna er háttað. Fyrstu árin, sein börnin eru í skólanum, er samkennsla, þ. e. a. s. kennarar fara þar ekki eftir neinni stundatöflu, heldur skifta efninu niður eins og þeim þurfa þykir og eftir eigin vild. Lægn- ir kennarar tala varla svo um nokkurt efni, að þeir komi ekki öllu mögulegu ])ar að, svo sem: að tala rétt, lesa og skrifa,

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.