Menntamál - 01.03.1932, Page 3

Menntamál - 01.03.1932, Page 3
MENNTAMAL ÚTGEFANDl: ÁSGEIR ÁSGEIRSSON VI. ÁR Mars 1932. 3. BLAÐ Heimili — skólar. Fáir skólar landsins eða engir verða fyrir svo almennri og ósanngjarnri „kritik" sem barnaskólarnir, og liklega gegnir eng- in stétt manna öllu vanþakklátara starfi en þeir menn, sem við þessa skóla vinna. Eg hygg, að það sé ómaksins vert, að skyggnast dálítið eftir ástæðunum fyrir því áliti, sem barnaskólastörf sæta í almenn- ings augum. Engum blandast um það liugur, að tilgangur barna- fræðslunnar er mikilvægur og að geysi miklu skiftir, að árang- ur svari sem bezt til markmiða starísins. Kennurum er — eins og alkunnugt er — það á hendur falið að annast að verulegu leyti fræðslu og uppeldi barna á aldr- inum 8—14 ára. A jressu timabili verður vitanlega mikil breyt- ing á öllu lífi barna og háttum, líkamlega og andlega. Þau vaxa upp írá því að vera ósjálfbjarga um flest, upp úr því að þurfa að hlíta skilyrðislaust boði og banni foreldra eða vandamanna um hegðun alla og til þess aldurs og vaxtar, sem lyftir þeim liálfvegis upp í flokk fullorðinna manna. Ný og áður ókunn viðhorí myndast til umhverfisins, siðaboð og fyrirmæli eru gagnrýnd og metin í sambandi við aukið sjálfræði og eigið traust. Þessar aldursbreytingar með afleiðingum sínum, auðsæjum og duldum, með auknu sjálfræði og vali um leiðir og starfs- form, hafa alla jafna sínar skuggahliðar í augum foreldra. Þar kemur fram upphaf að uppreist gegn agaböndum heimilis, gegn lögum og boðum, sem umhyggjusamir forráðamenn hafa sett óstýrilátri æsku. Og þegar þessi bönd bresta — illu heilli, að

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.