Menntamál - 01.03.1932, Qupperneq 5

Menntamál - 01.03.1932, Qupperneq 5
MENNTAMÁL 5r og nutu samtímis áhrifa sinna heimila, verður ærið oft, — þrátt fyrir þá annmarka, sem þá voru taldir á þeim stofnunum, — að meta kennslu og uppeldishætti þeirra tima til þess fordæmis, sem enn myndi helzt til eftirhreytni i ýmsum verulegum atriðum. Foreldrar vilja, vitanlega með allmörgum undantekningum, að starfstilhögunin í skólunum sé um margt sem líkust ])ví, scm tíðkaðist í þeirra ungdæmi. Og þetta er bókstaflega af þeirri ástæðu sprottið, að þeim er önnur heppilegri starfstilhögun litt kunn. Kennurum aftur á móti er hægara um vik, og enn brýnni nauðsyn, að fylgjast með höfuðbreytingum og framförum á svæðum uppeldismála hina síðustu áratugi. Þeir liafa lœrt, að viðhorf þessara mála er um margt stórvægilega breytt við það, sem áður var. MarkmiðiÖ er raunar að mestu hið sama, að gera æskuna sem færasta til nýtrar baráttu og giftusamlegs- lifs í þágu sjálfs sín og þjóðfélagsins. . Og þeir hafa í annan stað reynsluna- fyrir því, að vinnubrögð,' sem standa í sem íyllstu samræmi við þroska, gáfnafar og áhuga nemandans, tryggja bezt —• eftir þvi, sem skólanám og uppeldi getur — þá sjálfs1)jörg og þegnskyldu, er lifið heimt- ar af hverjum einstakling. Kennarar hafa því löngum orðið, samkvæmt þekkingu sinni, reynslu og starfsskyldu, að sveigja út af leiðum „gamla tim- ans“, þar sem aðrar liggja nær og standa jafnt til boða. Og þarna verður áreksturinn. Þarna skilja oft í verulegum efn- um skoðanir heimila og skóla. Hér liggur, að minni hyggju, ein meginástæða þeirrar tortryggni og þess ýnnigusts, er mörg heimili hafa á starfsháttum barnaskólanna. Það, að foreldrar vilja að börn þeirra læri þvi nær eða al- veg utanbókar t. d. biblíusögur, eða að þeim sé sett fyrir — þegar á fyrstu skólaárum — langar lexíur til heimanáms, er ekki sprottið af skilningi á barnseðlinu né reist á neinum rök- um um það, að slíkt sé á neinn hátt nauðsynlegt fyrir velferð nemandans í lengd né bráð, heldur af hinu, að þetta var venja

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.