Menntamál - 01.03.1932, Síða 6

Menntamál - 01.03.1932, Síða 6
52 MENNTAMÁL í þeirra skólatíÖ, og oft eins vegna þess, aÖ kunni barn lexíu sína utanbókar, er auðsætt, a'Ö vinna hefir verið lögö í námiÖ. Hins er ekki gætt sem skyldi, að þululærdómurinn og langa lexíunámið er flestu betur til þess fallið, að deyfa námsáhuga, lestrarfýsn og athyglisgáfu. En það, sem hér hefir verið sagt, má ekki skilja svo, að foreldrar eigi ekki fullan rétt á því, að gera sínar athugasemd- ir um skólavist barna sinna og fylgjast með námi þeirra og starfi. Hvorutveggja er vitanlega afar æskilegt. Það er meira að segja svo nauðsynlegt, að án samvinnu og stuðnings heimilanna er mikilvægu starfi teflt í ærna tvísýnu, er árangurinn snertir. En hér, sem oftar, veltur á því, að samstarfendur vinni sam- an af skilningi og velvildarhug, en skelli ekki umhugsunarlaust ímynduðum eða raunverulegum ágöllum starfsins hvorir á ann- ars herðar. Sennilega má segja með réttu, að kennarar gætu meir að því gert, en verið hefir liingað til, að stofna og treysta sam- vinnu millum þessara tveggja aðila: Heimila og skóla. Að lokuin vil eg taka það fram, að enda þótt hér hafi verið drepið á úreltar hugmyndir „gamla tímans" í ýmsum starfs- aðferðum og vinnutilhögun, innan skóla og heimila, vildi eg sízt verða skilinn svo, sem eg sæi enga kosti við eldri vinnu- íorm og kennsluaðferðir í íslenzkum skólum. Þvi fer fjarri. Á hitt hefi eg leitast við að benda, að nýir menn og nýjar aðferðir og að sumu leyti ný markmið, verða ekki réttilega dæmd og metin frá sjónarhæð liðinna tíma einni saman. Þessar ofanrituðu linur eru ekki skrifaðar sökum þess, að kennurum sé efni þeirra eigi vel kunnugt. Engum er það í raun og veru ljósara en þeim, hve hér er ábótavant samstarfinu með lcennurum og foreklrum víða, þótt misjafnt sé auðvitað á ýmsum stöðum. En af þvi að sumir menn hafa viljað kenna hér um ónógri menntun kennara eingöngu, án þess þó að rökstyðja það nán- ar, virðist ekki úr vegi að fram komi a. m. k. aðrar hugsan- legar ástæður.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.