Menntamál - 01.03.1932, Side 7

Menntamál - 01.03.1932, Side 7
MENNTAMÁL 53 Au(5sætt mál er það, aÖ fyrir kennara væri naumast annaÖ æskilegra, en aÖ menntun þeirra. gæti veriÖ sem fullkomnust og meiri en hingaÖ til,*) en sú vöntun veldur minnstu, bein- linis, um fáleikann og tómlætiÖ i skólanna garÖ. Hitt orkar meiru, að heimilin hafa víÖa ekki getað sem skyldi fylgst meÖ mörgum þeim breytingum, er orðið hafa í kennsluháttum síð- ustu tíma. En þegar þeir, sem annt er um börn sín, þekkja eigi gildi og þýðingu þeirra kennsluaðferða, sem við þau er beitt, er ávallt von á misskilningi og hleypidómum í þeirrá garð, er svo vinna. Slíkt er ef til vill afsakanlegt, en i þessu efni ískyggilega hættulegt. Hallgr. Jónasson. Framhaldsmenntun kennara. Allar menningarþjóðir leggja nú orðið mikla alúð við upp- eldismálin. Kennurum er séð fyrir góðri menntun, sæmilegum launum og allt fyrirkomulag fræðslunnar sniðið eftir kröfum og þörfum daglegs lífs. Miklu fé er varið til að rannsaka, hvað sé hagfeldast og mikilsverðast, til að gera skólana að lífrænum stofnunum, þar sem uppekli sálar og líkama, er markmiðið, en fræðsla og nám leiðir að því. Fjöldi bóka og tímarita er gefið út, námskeið haldin og kennaraháskólar sóttir. Kennarar, sem hafa slíkar aðstæður, geta gefið sig alla, af heilum hug að starfi sínu. Þeir þurfa ekki að berjast við von- leysi um afkomu sína og sinna, vöntun á menntun og síðast en ekki sízt samúðarleysi og skilningsskort þeirrar þjóðar, sem þeir vinna fyrir. Þeir hafa skilyrði til að láta mikið og gott af sér leiða. * Inntökuskilyröi í kennaraskólann liafa nú verið aukin að mun, sbr. Menntamál, siðasta tbl.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.