Menntamál - 01.03.1932, Page 8

Menntamál - 01.03.1932, Page 8
54 MENNTAMÁL íslenzkir kennarar þekkja baráttuna við þessa erfiðleika. Þeir hafa veri'ð olnbogabörn sinnar ])jóðar frá því þeir urðu til. Þeim hefir lika orðið það á, að halda, að umbæturnar kænru án þeirra íhlutunar, borið allt með þögn og þolimnæði. Þetta umburðarlyndi þeirra hefir verið lagt út á versta veg, talið áhugaleysi og ræfilsháttur. Það hefir lamað samtök þeirra og starf allt. Það hefir orðið til meins þýðingarmestu málun- uni, uppeldismálunum. Kennurum er það ljóst, að þegar þeir Itiðja um bætt launakjör, aukna menntun og betri aðstöðu í starfi sínú, gera þeir ])að vegna barnanna í landinu, með þjóðar- heill fyrir augum, en ekki vegna sin persónulega. Forráðamönn- um þjóðarinnar þarf líka að skiljast ])etta, að því aðeins er hægt að krefjast árangurs af starfi skólanna, að kennarar séu sæmilega launaðir, vel menntaðir og takmark kennslunnar sé lííið sjálft, en ekki prófin, og að því sé keppt með skynsam- legum vinnubrögðum. Það, sem bér skal þó aðallega gert að umtalsefni, er menntunin. Sú menntun, sem þjóðin lætur kenn- urum sínum í té, er þriggja ára kennaraskóli, sem lengi vel tók nem. próflaust í i. bekk. Hann hefir ])ví verið i senn, bæði ung- lingaskóli og kennaraskóli, og af eðlilegum ástæðum hefir ])vi mjög skort á hina eiginlegu kennaramenntun. Einstaka sinnum hafa verið haldin stutt vornámskeið. Þá er líka allt talið. Vönt- unin á l)ókakosti í þessum efnum og stofnun, sem veitti fram- haldsmenntun, hefir verið tilfinnanleg. Allir kennarar finna ])etta, finna það bezt, þegar þeir fara að starfa eða hafa starfað um nokkur ár, hvað þeim er nauð- synlegt, að fá nýjan þrótt, hvað það er hættulegt starfi ])eirra, ef allt nemur staðar í skorðúm vanans, vantandi allt líf. Það þarf sterkan mann, sem lifa á við lífsskilyrði íslenskra kenn- ara, ef hann á ekki að verða fábreytninni, sinnuleysinu og því menningarleysi, sem hann á að vinna gegn, að bráð. Þetta hafa kennarar fundið og þeir eru undra margir, sem liafa brotist í því að fara utan, sótt ])angað ómetanlega reynslu. Komið aft- ur endurnærðir og lífsglaðari, þrátt fyrir skuldirnar, sem af hlutust. En utanfarir eru dýrar, verða aldrei almennar og stund-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.