Menntamál - 01.03.1932, Side 9

Menntamál - 01.03.1932, Side 9
MENNTAMÁL 55 um er aí þeim yafasamt gagn. Margur ágætismaÖur í kennara- stétt hefir ekki getið lagt í þann kostnað. Hann hefir orðið að berjast látlausri baráttu og fundið það bezt sjálfur, að hann naut sín aldrei til fulls í starfi sínu. Bæði kennarar og einstakir menn aðrir hafa allmikið um það hugsað, hvort ekki væri hægt að ráða bót á þessu, t. d. með stofnun kennaraháskóla, þar sem höfuðáherzlan yrði lögð á uppeldisfræði, verklega og bóklega, og ennfremur einstakar fræðigreinar. A fundi í stéttarfélagi barnakennara í Reykjavík í vetur, var þetta mál til umræðu og voru menn á einu máli um nauðsyn þess. Kosin var nefnd, til að undirbúa frumvarp til laga um fram- haldsmenntun kennara, og átti það að vera tilbúið fyrir Alþing í vetur. —• Ennfremur var nefndinni falið, að vinna að fram- gangi málsins í þinginu. í nefndinni eru: Aðalsteinn Eiríksson, Aðalsteinn Sigmunds- son og Sigurður Thorlacius. Frumvarp þetta og greinargerð hefir nú verið sent til mennta- málanefndar Nd. Aljjingis, og hefir nefndin tekið málinu vel. Hér fer á eftir frumvarpið og greinargerðin: Frumvarp (il laga um framhaldsmenntun kennara. 1. grein. Kennarar, sem aflað hafa sér framhaldsmenntun- ar í uppeldisfræðum og almennum fræðigreinum eftir kennara- próf, geta sannað þekkingu sína með því að ljúka meira kenn- araprófi. 2. grein. Kennslumálaráðuneytið skipar þi'iggja manna nefnd til að standa fyrir prófum samkvæmt i. grein. Nefndarmenn skulu skipaðir til 5 ára í senn, og skal a. m. k. einn nefndar- manna hafa sérþekkingu um nýjungar í uppeldismálum. 3. grcin. Prófnefndin leiðbeinir um bókaval og annan undir- búning prófanna, tiltekur úrlausnarefni og dæmir úrlausnir. Heimilt er henni að leita aðstoðar sérfróðra manna, svo sem þörf gerist. 4. grcin. Til meira kennaraprófs skal jafnan krafist þekk-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.