Menntamál - 01.03.1932, Síða 10

Menntamál - 01.03.1932, Síða 10
56 MENNTAMÁL ingar í uppeldisvísindum og verklegrar kennsluæfingar. Auk þess má ljúka slíku prófi í einni eÖa fleirum almennum fræÖi- greinum. Kröfur um þekkingu og sjálfstæða rannsókn skulu vera svipaðar viÖ meira kennarapróf, og gerist við kennara- próf i háskólum. 5. grein. Kennarar með meira kennaraprófi sitja fyrir öðr- um um kennarastörf i þeim greinum, er þeir hafa lokið sér- prófi í. 6. grein. Að öðru leyti fer um prófstofnun þessa eftir því, sem tiltekið verður í reglugerð, er kennslumálaráðuneytið set- ur í samráði við fræðslumálanefnd. Greinargerð. Fjölmörgum kennurum er Ijós nauðsyn þess, að afla sér meiri þekkingar og menntunar, almennrar og uppeldisfræðilegrar, en þeir fá í Kennaraskólanum. Margir þeirra afla sér framhalds- menntunar af eigin ramleik, bóklestri og utanferðum. Sjálfs- menntun þessi verður oft ærið víðtæk og notadrjúg. Rétt virð- ist og eðlilegt, að ríkið kveðji kennara til sjálfsmenntunar, greiði þeim aðgang að hjálpartækjum og leiðbeiningum færra manna, og veiti þeim kost á, að sanna menntun sína og fá hana viðurkennda, er örðugan námsróður sækja á eigin spýtur. Þetta er því réttmætara, sem kennarar fá ekki þá sérmenntun, er talin verður svara kröfum tímans, í kennaraskóla ríkisins. Prófstofnun sú, er frumvarp þetta gerir ráð fyrir, er hugsað sem handhægt og ódýrt ráð til að leiðbeina kennurum um fram- haldsnám og sanna kunnáttu þeirra, er slikt nám stunda. Gert er ráð fyrir, að prófnefndin njóti engra eða mjög lágra launa, svo að kostnaður við prófstofnunina verður mjög lítill. Rétt verður að teljast, að prófnefnd sé skipuð aðeins til skamms tíma í senn, svo sem frv. kveður á um, því að hér má eigi verða stirð og dauð stofnun, heldur lifandi og síung. Mjög mikið veltur á þvi, að í nefndina veljist þeir menn, er fær- astir teljast til þess á hverjum tíma, að beina námi kennara og rannsóknum í réttar áttir og í samræmi við það, sem bezt

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.