Menntamál - 01.03.1932, Page 11

Menntamál - 01.03.1932, Page 11
MENNTAMÁL 57 er vitaÖ í uppeldisvísindum og kennslufræíSum. Verða nefndar- menn því aÖ vera fróÖir á þessum sviðum. Uppeldisfræ'Öi er ung vísindagrein, er fleygir óÖum fram. Þess vegna verÖur að krefjast þess, að nefndin hafi jafnan ráð á „sérþekkingu um nýjungar í uppeldisvísindum". Eigi þykir þó ráðlegt að lög- festa nánari ákvæði um uppeldisfræðilega sérmenntun nefndar- manna, en frumvarpið greinir, sakir þess, hve fátt er um ís- lendinga, er rækilegs náms hafa notið í uppeldisvísindum. 4. gr. frv. gerir ráð fyrir, að jafnan sé krafizt verklegrar kennsluæfingar og þekkingar i uppeldisvísindum, til meira kenn- araprófs. í þessum greinum er fólgin hin eiginlega sérþekking kennarans, og honum er miklu meiri fengur í rækilegri mennt- un í þeim, en í miklum lærdómi í almennum fræðum. Má þvi aldrei slaka á kröfum um þessar sérgreinir. — Auk þess er gert ráð fyrir, að ljúka megi prófi í móður- máli, sögu, stærðfræði, náttúrufræðum og öðrum almennmn fræðigreinum, og séu þá uppeldisvísindin jafnan með. Slikt próf í almennum fræðum er einkum nauðsynlegt þeim, er stunda ætla kennslu við héraðsskóla eða gagnfræðaskóla. En einsætt virðist, að meira kennarapróf sé skilyrði fyrir starfi við slíka skóla, þegar það er komið á. Gera verður ráð fyrir, að meira kennarapróf sé allstrangt. Sé eigi einasta krafizt fræðilegrar kunnáttu, heldur og mennt- unar, víðtæks þroska og eigi sízt sjálfstæðis í ályktunum og athugunum. Virðist eðlilegt, að miða prófkröfurnar við það, sem gerist ]íar sem kennaramenntun fer fram í háskólum, svo sem nú er orðið víða um Evrópu. Það virðist eðlilegt og sjálfsagt, að af því leiði réttindi nokk- ur, að leggja á sig framhaldsnám og ljúka meira kennaraprófi. Þess vegna mælir 5. gr. frumv. svo íyrir, að kennarar með meira kennaraprófi sitji fyrir öðrum um kennarastörf i þeim greinum, er hann hefir lokið sérprófi i. Kennari með almennu uppeldisfræðiprófi situr til dæmis fyrir venjulegri barnakenn- arastöðu. Kennari, er lokið hefir prófi í æskulýðssálarfræði og einhverri almennri fræðigrein, situr fyrir stöðu við- héraðs-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.