Menntamál - 01.03.1932, Page 13

Menntamál - 01.03.1932, Page 13
MENNTAMAL 59 ar. Trúum því sjálfir og fáum aðra til að skilja það, að upp- eldisskyldan er æðsta skyldan, og takist vel að gegna henni, mun allt annað veitast. Aðalsteinn Eiríksson.' Lesbækur barna. T. Eitt höfuðvandamál kennara er, að vekja hjá bprnunum fróð- leiksjjorsta, örfa þau til íhugunar um líf það, sem þau skynja og efla skynjanaþörf þeirra. Kennarinn þarf að hvetja börnin til að taka vel eftir öllu þvi, sem fyrir ber, svo að skynjanagáfa þeirra skerpist og aukist, og hann þarf að knýja þau til að gera sér grein fyrir því, sem þau skynja, og rannsaka það. Það er gamall skilningur á hlutverki kennarans og skólans, að kennaranum beri að eins að fræða barnið og halda að því ákveðnum lærdómssetningum, sem svo er heimtað að barnið læri. Nútíma uppeldisfræðingar og sálarfræðingar eru þó mjög að breyta skoðunum almennings í þessu efni, og það er eins og mönnum sé nú almennt að verða það ljóst, að barnið er lif- andi vera, gædd vitund og vilja einstaklings. Að sérhvert barn hefir sína sérstöku skapgerð og hneigðir, og þarf þess vegna að fá sin sérstöku verkefni sem samsvara þess eigin starfshvöt. Auðvitað greinir menn á um það, hversu langt eigi að fara í þvi, að láta sérlund barnsins ráði i námi þess. En til eru þeir kennarar, sem vilja láta nám harna í skóla líkjast leikj- um þeirra, þannig, að hvert barn megi starfa að því, sem það langar til, og svo lengi sem áhugi þess er fastur við starf- ið, en l)reyta til, er barnið sjálft vill. Einn merkasti uppeldisfræðingur Austurrikismanna nú, pró- fessor Karl Jjjúhler i Vín, segir í bók sinni „Die geistige Ent- wicklung des Kindes":

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.