Menntamál - 01.12.1951, Blaðsíða 6

Menntamál - 01.12.1951, Blaðsíða 6
124 MENNTAMÁL ig þetta fór allt fram og jafnframt frá greinargerðum allra nemendanna. En það mundi taka of mikið rúm hér. f ritgerðinni — „Ilvernig við unnum“ — bað ég þá að segja nákvæmlega frá vinnubrögðum sínum — og þeir gerðu það .... Þar er að finna skemmtileg dæmi. Göran (kom til mín í 7. bekk) segir m. a.: „Áður en við byrjuðum á Gautaborg, hafði ég valið mér verkefni til að vinna um, svo að ég var fljótur til, þegar ég átti að skrifa verkefnið á verkefnaskrána. Ég hafði ákveðið að taka Lundúnabryggjuna nýju. Ástæðan var sú, að ég á heima rétt hjá henni og hef séð, hvernig verkinu hefur miðað áfram á hverjum degi í þrjú ár, og þess vegna hef ég haft gaman af að mega segja frá þessu. Við höfð- um engar bækur að þessu sinni, þar sem um var að ræða nýja framkvæmd." Morgan, flokksfélagi Görans, komst svo að orði um þetta: „Það var ekkert um þetta efni í bókum, því að bryggjan var vígð 7. maí 1951, svo að enginn rit- höfundur hefur getað gefið út bók um þessa nýju höfn.“ Annar „nýr“ nemandi, Ove J„ gerir athugasemd, sem er verð allrar umhugsunar. (Ég hef ekki séð þetta tekið fram áður.) „í bekknum, þar sem ég var áður, var hver drengur eða stúlka spurð einhverrar spurningar. Ef hún gat ekki svar- að spurningunni, var henni skipað að setjast aftur, og ein- hver annar var látinn svara í hennar stað. Henni var sem sé aldrei gefið tækifæri til þess að kynna sér málið sjálf. Og að lokum hugsar hún sem svo, að það sé auðveldast að láta það alveg vera að svara, því að það geri einhver ann- ar í hennar stað. Hún tekur að minnsta kosti eftir því, að þannig fer það. En í þeim bekk, sem ég er í núna, er vinnu- brögðum þannig hagað, að allir vinna og geta kynnt sér það, sem þeir vita ekki. Og síðan skýrir maður frá því, sem maður hefur lært, og svo er keppzt um það, hver gerir það bezt og skilmerkilegast." Vinnufélagi Ove kemst svo að orði um þetta: „Við vil(j- j

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.