Menntamál - 01.12.1951, Page 9

Menntamál - 01.12.1951, Page 9
menntamál 127 Lítils háttar skoSanakönnun. Síðast liðinn vetur efndi ég til dálítillar skoðanakönn- unar í 2. bekkjar deildum gagnfræðaskólanna í Reykja- vík. Aðaltilgangur hennar var sá að fá svolitla bendingu um það, í hvaða átt hugur nemendanna stefndi varðandi breytingar á námstilhögun, og hvar skórinn kreppti eink- um, eins og nú er háttað skólastarfi. Á döfinni var að stofna til aukirts verknáms í gagnfræðaskólunum. Og þar sem lítil reynsla var fengin af slíkri námstilhögun, fannst mér ekki úr vegi að kynna mér hug nemendanna í þeim efnum og hafa vilja þeirra til hliðsjónar við fyrstu tilraunina til að skipa þessum málum. Ýmsir góðir kunningjar mínir töldu mig lítinn ávinning mundu hafa af að leita slíkrar véfréttar. Á svörum ungl- inga væri lítið mark takandi. Að skoðanakönnun lokinni þóttu mér þó svörin harla athyglisverð, og þar eð ég hafði ekki í höndum aðrar leiðbeiningar, sem mér þóttu mark- verðari, studdist ég mjög við þau við samningu tillagna um fyrirkomulag verknámsdeildarinnar. Raunin varð sú, að áætlanir, sem gerðar voru á þessum grundvelli, t. d. um aðsókn, val námsgreina o. fl., reyndust mjög haldgóðar. Verður hér á eftir skýrt frá svörum við nokkrum helztu spurningunum. Þegar spurningarnar voru lagðar fyrir, var það brýnt vandlega fyrir nemendunum, að ekki væri til annars ætlazt en þeir segðu satt og rétt frá áliti sínu, þeir þóknuðust hvorki mér né öðrum með einu svari fremur öðru. Og til þess að engin eftirkaup væri að óttast, lét ég þá ekki rita nöfn sín á blöðin. Viðstaddir reyndust 526 af rúmlega 580 nem. 2. bekkjar deilda, þegar spurningarnar voru lagðar fyrir.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.