Menntamál - 01.12.1951, Qupperneq 16

Menntamál - 01.12.1951, Qupperneq 16
134 MENNTAMÁL hið sama, myndir allar litlausar og auk þess fáar. Þetta hlýtur að verða leiðigjarnt og lítið upplífgandi. Öllum börnum er hin mesta örvun að litauðgi og hvers konar skemmtilegri tilbreytni. Og ég tel það mjög illa farið og óskynsamlega, að skólarnir reyni ekki að leysa úr læðingi þá lífskrafta, sem þarna eru að verki. Ég er þess fullviss, að slíkt mundi leiða til meiri námsárangurs, aukinnar ánægju og betri listasmekks. Ég vil því beina þeim eindregnu tilmælum til forráða- manna útgáfunnnar, að þeir geri örlitla tilraun til að gera bókakost hennar fjölbreyttari, til að mynda með því að vanda frágang byrjendabókanna í lestri og svo sem einn- ar af kennslubókum eldri barnanna. Færi vel á því, að íslandssagan yrði fyrir valinu. Ég held, að það sé óhugs- andi, að landinu stafi nokkur fjárhagslegur voði af slíkri tilraun. Aðra alvarlega hættu hefur hinn mikli sparnaður í rekstri útgáfunnar í för með sér. Svo til engu fé er varið til að fá menn til að semja nýjar kennslubækur, handrit munu hafa verið greidd lágu verði og í eitt skipti fyrir öll alveg án tillits til þess, hve oft þau eru endurprentuð. Reynslan hefur líka orðið sú, að framboð á handritum hefur verið ákaflega lítið. Starfsemi útgáfunnar hin síðari ár hefur því verið að mestu leyti fólgin í því að endur- prenta gamlar bækur. En allri lífrænni starfsemi er þörf á endurnýjun og vexti. Það má því ekki henda, að svo sé haldið á málefnum jafnþarfrar og góðrar stofnunar, að hún leiði til stöðnunar og uppdráttar í starfi skólanna. Forráðamenn útgáfunnar, fræðslumálastjórn, rit- stjórn og framkvæmdarstjóri verða að geyma þann skiln- ing á hlutverki sínu í vökulli vitund, að með lögunum úm ríkisútgáfu námsbóka hefur ríkið tekið á sig mikla ábyrgð. Þá ábyrgð ber því að rækja af myndarskap. Kennarar þurfa einnig að vera vel á verði og minna á allt, sem betur má fara í þessu efni.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.