Menntamál - 01.12.1951, Page 18

Menntamál - 01.12.1951, Page 18
136 MENNTAMÁL Slcólar og þéranir. 'S'msir góðir menn hafa þungar áhyggjur af því, hversu þérunum fer nú hnignandi með þjóðinni. Er heitið á skól- ana til halds og trausts að varðveita þennan sið frá glöt- un. Það er því þess vert, að þetta mál sé rætt og athugað frá ýmsum hliðum. Sannast að segja er mér ekki kunnugt um, að rannsóknir hafi verið á því gerðar, hvenær og hvern veg þessi siður hefur verið upp tekinn í landinu, og skiptir það ekki miklu máli í þessu sambandi. Þó þykir mér lík- legast, að hann hafi borizt hingað fyrir dönsk áhrif. Að minnsta kosti virðist hann hafa náð langmestri fótfestu í kaupstöðum, eða yfirleitt þar sem danskra áhrifa hefur gætt mest t. d. meðal lærðra manna og verzlunarstéttar. I sveitunum mun hans mjög lítið hafa gætt, nema að al- menningur þéraði prestinn og sýslumanninn. Enn frem- ur hefur hann á tímabili tíðkazt meðal „heldri“ bænda, t. d. að börn þéruðu foreldra sína og hjú húsbændur. Þannig hefur þetta jafnan verið, að landsmenn hafa skipzt í tvær fylkingar um þennan sið. Sá óþérandi hluti mun yfirleitt hafa verið óöruggari um sig og gætt þess að móðga hinn sem minnst og virt hans sið til þess að valda ekki hneykslun og forðast að fá á sig orð fyrir kunnáttu- leysi í mannasiðum. En oft hefur það leitt til minni og þyrrkingslegri samskipta manna. Þeir, sem þéranir hafa verið ótamar, hafa hliðrað sér hjá því að eiga aðrar við- ræður við þá, sem þeir hafa þurft að þéra, en þær, sem óhjákvæmilegar hafa verið. Meðal Vestur-íslendinga hafa þúanir unnið hefð. Og halda þeir fast við þann sið og af fullum metnaði. Gaman er að frásögn Stefáns G., er hann var hér á ferðalagi um landið með mjög virðulegum emb- ættismanni. Stefán sat við sinn keip og embættismaðurinn við sinn. Lét hinn síðarnefndi ekki undan, fyrr en komið var austur á Fljótsdalshérað. Annars var þessu greinarkorni ætlað að ræða það, hvort

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.