Menntamál - 01.12.1951, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.12.1951, Blaðsíða 20
138 MENNTAMÁL Fréttir af lestrarfélögum. Ingimar Jóhannesson, fulltrúi fræðslumálastjóra, lét dagblaðinu Vísi í té á s. 1. hausti ýmiss konar fróðleik um starfsemi lestrarfélaga í landinu. Hefur hann góðfúslega leyft Menntamálum að birta þennan fróðleik, og fer hann hér á eftir: „Lög þau, sem hér um ræðir,“ sagði Ingimar Jóhannes- son, „eru frá 29 des. 1937, og nokkrar breytingar hafa verið gerðar á þeim síðan. í 1. grein laganna segir, að lestrarfélög utan þeirra kaupstaða eða kauptúna, þar sem amts-, bæjar- eða sýslubókasöfn eru starfandi o. s. frv., skuli njóta styrks úr styrktarsjóði lestrarfélaga. 1 2. grein er ákvæði um að ríkissjóður greiði árlega kr. 50 þús. í styrktarsjóð lestrarfélaga, sem er undir stjórn fræðslu- málastjóra. Skemmtanaskatt skal innheimta með 15% álagi, og skulu % hlutar álagsins renna til kennslukvik- myndasafns, en þriðjungur þess til styrktarsjóðs lestrar- félaga. Þá er vert að vekja athygli á, að stjórn lestrar- félags, er styrks vill njóta, sendir fræðslumálastjóra í lok hvers starfsárs reikning yfir tekjur og gjöld félagsins á árinu, ásamt félagsmannaskrá, skýrslu um bókaútlán, bókaeign, sem við hefur bætzt á árinu o. s. frv. Styrkur er bundinn því skilyrði, að hreppur eða sýsla styrki fé- lagið með a. m. k. jafnhárri upphæð og því verði úthlutað sem aðalstyrk úr styrktarsjóði lestrarfélaga fyrir það ár, sem um er að ræða. Enn fremur má veita lestrarfélagi aukastyrk, ef tekjur sjóðsins leyfa, og skal miða hann við bókakaup, útlán og aðra aðstöðu.“ „Hve mörg lestrarfélög hlutu styrk árið sem leið ?“ „í landinu eru nú 207 lestrarfélög, er njóta styrks sam-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.