Menntamál - 01.12.1951, Page 21

Menntamál - 01.12.1951, Page 21
Menntamál 139 kvæmt fyrrnefndum lögum, en auk þess eru 35 bókasöfn og lesstofur, sem styrks njóta af almannafé, samkvæmt fjárveitingum á fjárlögum hvers árs, svo sem amts- og sýslubókasöfn o. fl., og njóta þau ekki stuðnings styrktar- sjóðsins.“ „Hvernig er tilhögun með greiðslu þess gjalds, sem greiða þarf til þess að styrkur fáist?“ „Sums staðar kemur allt heimatilagið úr hreppssjóði, þar sem hann á bókasafnið, en annars staðar eru sér- stök félög, og eru þá lögð gjöld á einstaklinga eða heimili, sem eru misjafnlega há í hinum ýmsu félögum. Kemur þar fram, að það er misjafnt, sem menn vilja á sig leggja í þessum efnum. Þannig eru enn nokkur félög, þar sem enn eru í gildi gömul ákvæði um 1—5 kr. ársgjöld, en í mörgum eru nú 20—30 króna ársgjöld, og eitt félag — fámennt félag í Álftafirði í Suður-Múlasýslu — hefur 50 kr. árstillag á einstakling.“ „Bókaeign félaganna er þá auðvitað misjöfn?“ „Já. Að því er varðar bókakost lestrarfélaganna er Suður- Þingeyjarsýsla efst á blaði. Þar er að eins eitt lestrarfélag, sem hefur undir 1000 bindum, en mörg talsvert eða hátt á annað þúsund, og tvö á þriðja þúsund. Annað þeirra — Lestrarfélag Mývetninga — á nær 2900 bindi. Annað í þessari röð er Lestrarfélag Dalvíkinga, Eyjafirði, sem á yfir 2470 bindi, og þriðja Lestrarfélag Selstrendinga, Strandasýslu, sem á um 2400 bindi. Alls eru 7 lestrarfélög, sem eiga yfir 2000 bindi. Fjölmörg lestrarfélög eiga ekki nema 300—600 bindi. — Oft eiga afskekkt lestrarfélög myndarleg söfn, t. d. Grímseyingar um 1700 bindi. Að sjálfsögðu ber að hafa í huga, að stundum áskotnast ein- stöku félögum bókagjafir, en bókaeignin gefur jafnan mikilvæga bendingu um lestraráhugann — sem og eykst °ft samfara aukinni bókaeign." „Já, og svo er það val bókanna — ekki mun minna um það vert.“

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.