Menntamál - 01.12.1951, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.12.1951, Blaðsíða 22
140 MENNTAMÁL „Það er rétt. Stjórnir lestrarfélaganna ráða vali bók- anna, en senda sem fyrr var getið nákvæma skýrslu um starfsemina, m. a. um bókakaup, hvaða bækur eru keypt- ar o. s. frv. Yfirleitt virðist val bókanna sæmilegt og oft gott. Frumsamdar íslenzkar bækur eru yfirleitt látnar sitja í fyrirrúmi." „Hver var úthlutunarupphæðin til lestrarfélaganna árið sem leið?“ „Rúmlega 149 þús. krónur.“ „Eftir því má áætla, að varið hafi verið til bókakaupa lestrarfélaganna um 300 þús. króna árið sem leið.“ „Telja menn þenna stuðning mikils virði?“ „Vissulega. Lestrarfélögunum er með fjárframlögum úr styrktarsjóðnum veittur mikilvægur stuðningur. Eng- inn vafi er á því, að mikill fjöldi lítt efnaðs fólks á þess kost vegna starfsemi lestrarfélaganna að lesa margar góðar bækur, sem menn ella myndu aldrei fara höndum um, og við aukinn lestur góðbóka mun hollur lestraráhugi aukast. — Að lokum vil ég vekja athygli á, að aukastyrk- urinn, sem við vikum að, hefur þau áhrif, að félög sem starfa vel, eiga meiri stuðning vísan en önnur.“ ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA OG LANDSAMBAND FRAMHALDSSKÓLAKENNARA Ritstjóri: Ármann Halldórsson. Útgáfustjórn: Arngrimur Kristjánsson, Guðmundur Þorláksson, Pálmi Jósefsson og Steinþór Guðmundsson. PRENTSMIÐJAN ODDI H.F.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.