Menntamál - 01.02.1973, Qupperneq 4

Menntamál - 01.02.1973, Qupperneq 4
Umsagnir um grunnskóla- frumvarpið MENNTAMÁL 2 Frá Fóstrufélagi íslands Stjórn Fóstrufélags íslands hefur ásamt fasta- nefndum félagsins kynnt sér að undanförnu þær greinar frumvarps til laga um grunnskóla, er snerta fóstrustéttina beint. I 37. grein frumvarpsins, sem fjallar um heima- vistir grunnskóla segir orðrétt. „í lieimavistum grunnskóla skal daglegt eftirlit og umsjón með nenrendum vera í höndum kennara, fóstra eða annarra starfsmanna með uppeldismenntun, sem menntamálaráðuneytið viðurkennir." Stjórn Fóstrufélags íslands telur, að í þessa grein vanti veigamikið atriði, er snertir atvinnu- öryggi þess uppeldisnrenntaða fólks, er tekur þessi störf að sér, þar sem hvergi kemur fram, að þessir aðilar skuli eiga kost á fastráðningu við við- komandi skóla á sama hátt og kennarar. í 77. grein frumvarpsins, sem fjallar um for- skóla fyrir börn innan skólaskyldualdurs, segir m.a. „Við forskólann skulu starfa kennarar, sem lokið hafa viðurkenndu kennaraprófi og skulu þeir ráðnir og launaðir eftir sömu reglum og kennarar við 1.—6. bekk grunnskóla. Kennarar, sem hlotið hafa viðurkennda viðbótarnrenntun fyrir forskólakennara, skulu ganga fyrir um rétt til starfsins. Ffeimilt er að ráða að forskóla fóstr- ur eða aðra starfsnrenn með viðurkennda mennt- un, sem lienta þykir. Slíkir starfsmenn skulu ráðnir og launaðir af sömu aðilum og kennarar, og fer um launakjör þeirra eftir kjarasamning- um eða dónri kjaradóms.“ í greinargerð segir orðrétt. „Þá er það athyglisvert það nýmæli, að sanrkvæmt greininni verður heimilt að ráða fóstrur til starfa í forskólunr. Var þetta ákvæði sett vegna þess, að eftirsóknarvert var talið, að menntun, starfsþjálfun og uppeldisviðhorf barna- kennara og fóstra mættust í forskólakennslu, og virðist í því sambandi æskilegt annars vegar að tengja menntun barnakennara og fóstra og hins vegar að gera tilraun með sameykisform (teanr- work) á uppeldisstarfi beggja starfsgreina í for- skólum.“ Stjórn Fóstrufélags íslands lítur svo á, að nokk- « urs ósamræmis gæti í frumvarpsgreininni sjálfri

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.