Menntamál - 01.02.1973, Síða 7

Menntamál - 01.02.1973, Síða 7
býlinu. Á síðustu stundu er þá jafnan gripið til þess að ráða næstum því hvern sem er, án nokk- urrar athugunar á því, hvort likur séu til þess, að viðkomandi geti leyst lilutverk sitt af hendi. Frumvarpið gerir ráð fyrir miklum umbótum á „innra starfi" skólanna, en þá lilýtur sú spurn- ing að vakna, livernig slíkt verður framkvæmt af fólki, sem hvorki hefur menntun né þjálfun til kennslustarfa. Hér er um svo alvarlegt mál að ræða, að skjótt verður að leita úrbóta eigi í raun að jafna námsaðstöðu nemenda, hvar sem þeir búa á landinu. S.Í.B. telur, að meginorsök þessa kennararskorts í dreifbýli séu launakjör kenn- aranna. Ríkisvaldið verður því að taka upp stað- aruppbætur til kennara í einhverju formi, eins og gert er við svipaðar aðstæður annars staðar á Norðurlöndunum. 2. Kennaramenntunin — grunnmenntun, endur- menntun og sérmenntun á vissum sviðum — er sá hornsteinn, sem allt starf skólans byggist á. í raun og veru má segja, að án vel menntaðra og liæfra kennara sé allt skólastarf í molum, enda þótt kornið verði upp glæsilegum bygg- ingum með fullkomnum kennslugögnum og öðr- um tækjabúnaði. Góður og vel menntaður kenn- ari getur kennt við slæmar aðstæður og náð árangri, en vanmenntaður maður, sem lítt kann til verka, skilar hlutverki sínu illa, liversu góð- ar sem aðstæðurnar eru. Því rniður hefur skiln- ingur ríkisvaldsins og alls almennings á þessari staðreynd verið af skornum skammti allt fram til þessa. Árlega ganga hundruð ómenntaðra og hálf- menntaðra rnanna inn í kennslustofurnar og kallast kennarar. Slíkir menn eru vægast sagt lítt fallnir tif að taka á herðar sér ábyrgð kenn- arans. En í augum almennings cru þeir allir kennarar. S.Í.B. skorar á menntamálaráðherra og al- þingi að taka nú á þessum málum með festu og leggja traustan gTundvöll að menntun kennara- stéttarinnar. Tryggja verður fullnægjandi grunn- nrenntun allra kennara grunnskólans og síðan möguleika á viðbótarnámi, eftir því sem við- fangsefni skólans krefjast. Þá verður einnig að skipuleggja markvisst endur- og viðhaldsmennt- un starfandi kennara. Nokkuð hefur verið unnið að þessum málum á seinni árum, og ber að þakka það. En hér er þörf miklu rneira átaks. Yfirstjórn menntamála verður, í samvinnu við kennarasamtökin, að gera áætlun um skipulag endurmenntunarinnar með hliðsjón af þeirn verkefnum, sem grunnskól- anum er ætlað að leysa aí höndurn. Hér er urn svo mikilvægt mál að ræða, að S.Í.B. leyfir sér að íullyrða, að grunnskólinn veldur ekki hlutverki sínu nerna þessum málum verði sinnt af fyllstu alúð. Máttarstoðir alls skólastarfs eru kennar- arnir. Forsenda góðs skóla er því traust og góð kennaramenntun. Rétt er að vekja athygli á þeirri röngu stefnu, sem því miður hefur lengi ríkt, að gerðar eru minni kröfur til menntunar og þjálfunar kennara yngri nemenda en þeirra eldri. Rannsóknir síðari ára liafa leitt í ljós, að eigi aðeins líkamlegur og tilfinningalegur þroski barns á unga aldri, heldur einnig hinn vitræni þroski þess er háður umhverfi þess og reynslu. Vegna þess að börn liefja skólagöngu yngri en áður og skóiatíminn lengist á ári og að árum, fær kennarinn sjálfkrafa rneira vald en flestir eða allir aðrir til áhrifa á það, hver vitræn, tilfinn- ingaleg og félagsleg reynsla barnsins verður. Því yngri sem nemandinn er, þeim mun afdrifarík- ari verða áhrif kennarans og ábyrgð hans meiri. Það er því brýn nauðsyn, að kennaramenntunin verði skipulögð með þetta sjónarmið í liuga. 3. Hlutverk grunnskólans er að búa nemendur sína undir líf of starf í þjóðfélaginu. S.Í.B. vill leggja áherzlu á nauðsyn þess, að grunn- skólinn ræki hlutverk sitt að því er varðar verk- menntun. Því miður sýnir reynslan, að skólarnir liafa lagt meiri rækt við bóknám en verklegt nám fram til þessa. Verknám verður aðeins nafnið eitt, nerna til komi náin tengsl skólanna við at- vinnuvegina. Grunnskólinn verður því að vekja áhuga og athygli nemenda sinna á brýnni þörf þjóðarinnar á velmenntuðu og þjálfuðu fólki í aðalframleiðsluatvinnuvegunum. Þetta verður ekki gert nerna nemendur fái að kynnast hinum margvíslegu störfum þjóðlífsins í raun. Bóknám MENNTAMÁL 5

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.