Menntamál - 01.02.1973, Side 10

Menntamál - 01.02.1973, Side 10
3. og 4. mgr. orðist svo: Fræðslustjórar skulu skipu- leggja sérkennsluna í grunnskólanum í samræmi við reglugerð, sem menntamálaráðuneytið setur, þar sem kveðið verði á um kennslumagn, húsnæði og starfslið, og skal Jtessi sérkennsla komin á innan 5 ára frá gildistöku laganua. Heimilt er menntamálaráðuneytinu að ákveða þeim nemendum, sem um getur í 51. gr. og 52. gr. námstima einu eða tveimur árum lengri en skólaskyldan býður. 55. gr. Greinin orðist svo: Kennarar og starfsfólk skulu í öllunt samskiptum sínum við nemendur, stuðla að Jrví, að skólavistin verði Jjeim ánægjuleg og að þeir geti í námi og starfi fengið heilbrigðan vettvang fyrir athafnaþrá sína og starfsgleði. Nemendum ber að lilýða kennurum og starfsfólki skóla í öllu Jjvi', er skólann varðar, fara eftir skóiareglum og temja sér prúðmannlega fram- komu. Ef nemanda reynist verulega áfátt í hegðun, og viðleitni kennara, skólastjóra og forráðamanna til úrbóta ber ekki árangur, skal vísa málinu til fræðslu- skrifstofu, sem sér nemandanum fyrir viðeigandi kennslu og/eða meðferð að fengnum tillögum sál- fræðideildar. Nánari ákvæði um aga og hegðun nem- enda í skólum og meðferð agabrota skulu ákvarðast í reglugerð, sem menntamálaráðuneytið setur. 59. gr. Niður falli úr 1. mgr. orðin: þ.e. í 3.-6. og 9. bekk grunnskóla. 66. gr. a) liður greinarinnar orðist svo: a) tveimur fulltrúum fyrir menntamálaráðuneytið. Ur b) lið falli niður: og skal annar þeirra valinn úr hópi kennara við skóla f strjálbýli. Næst síðasta máls- grein falli niður, en í liennar stað komi: Grunnskólaráð er ráðgefandi í kennslufræðilegum málefnum grunnskóla og skilar tillögum sínum til menntamálaráðuneytisins. Grunnskólaráð kýs sér sjálft formann úr hópi fulltrúa. 68. gr. 4. mgr. orðist svo: Menntamálaráðuneytið gerir í samráði við fræðslu- stjóra heildaráætlun um framkvæmd ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu samkvæmt lögum þessum. Starfslið ráðgjafar- og sálfræðijjjómistu skal vera: sálfræðingur, sérkennari, félagsráðgjafi og skólaráð- gjafi. Skal við Jjað miðað hið minnsta, að 3 starfsmenn séu fyrir hverja 2000 nemendur í grunnskóla. a) og b) liðir falli niður. 6. mgr. breytist svo: á eftir orðinu sálfræðingur komi: sérkennarar. 73. gr. Á eftir orðunum — hafa lokið — í I. línu bælist við: kennaraprófi og 4.-6. lína falli niður, en í stað þeirra komi: Skólaráðgjafar skulu vera kennarar, sem lokið hafa viðbótarnámi í uppeldisfræði með sérsviði í tiil- fræði, prófgerð, ráðgjafartækni og starfsleiðsögn. Sér- kennarar skulu hafa lokið kennaraprófi og 2ja ára framhaldsnámi í kennslu og uppeldi afbrigðilegra barna. 75. gr. Greinin verði svo: Við livern grunnskóla skal vera bókasafn og vinnu- aðstaða fyrir nemendur og kennara. Að skólabóka- söfnum skal Jjannig búið, að [>ví er varðar húsnæði, hókakost og kennslugögn, tæki og starlslið, að Jjau geti gegnt Jdví hlutverki að vera eitt af meginhjálpar- tækjum i skólastarfinu. Heimilt skal að sameina al- menningsbókasöfn, ef forráðamenn beggja safna telja slikt æskilegt og menntamálaráðuneytið samjrykkir. Skólasafnverðir skulu vera kennarar með framhalds- menntun í bókasafnsfræðum, er menntamálaráðu- neytið viðurkennir. 77. gr. f 5. línu falli niður — 1.—6. bekk —. 78. gr. 6. lína fella niður: — Biirn, sem Jtessa einkaskóla sækja, hafa undanþágu samkv. 7. gr., en —. 79. gr. 3. málsgr. — á eftir orðinu málsgrein ( I. línu komi — skal vera til viðmiðunar, svo sem hér segir: —. 80. gr. a) liður 3. lína: í stað — 5 — komi — 7 —. 2. málsgr.: — og til almennra skrifstofustarfa — falli nðiur. I 4. línu að neðan á bls. 22, á eftir orðinu — heimavistarskóla — komi: Heimilt er að ráða starfs- menn til almennra skrifstofustarfa í skólum með leyfi menntamálaráðuneytisins. Ákvæði Jæssarar greinar komi Jregar til framkvæmda. Niður falli úr greininni, að reglugerðin „kveði einnig á um, hvenær Jiessi ákvæði komi til fram- kvæmda". 82. gr. 3. lína á eftir bókakosts komi: — og annarra kennslu- gagna -. 4. -5. lína fella niður seinustu setningu: — Skal — o. s.frv. I lok 1. málsgr. komi: — Um búnað skólabókasafna skal nánar ákvarðað í reglugerð, sem menntamála- ráðuneytið setur. — 84. gr. Greinin falli niður. MENNTAMÁL

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.