Menntamál - 01.02.1973, Qupperneq 11

Menntamál - 01.02.1973, Qupperneq 11
85. gr. I 6. línu komi á eftir orðinu — ákveður —: Geti menntamálaráðuneytið ekki á áætlun fallizt, skal hún endursend með þeim breytingum, sem ráðuneytið tel- ur eðlilegar, eigi síðar en 1. júní. 88. gr. í c-lið komi í staðinn fyrir — 12 kennslustundir —: 24 kennarastundir. Setningarnar í c-lið á eftir orðinu — reglugerð i— falli niður, en í þcirra stað komi: Fræðslustjóri gerir tillögur til fræðsluráðs um kennsluieiðbeinendur og er ráðning þeirra háð sam- þykki menntamálaráðuneytisins. Ferðakostnaður kennsiuleiðbeinenda skal greiðast úr ríkissjóði. Inn komi nýr e-liður, er orðist svo: Helming kostnaðar við kennslugagnamiðstöð, sem stofnað er lil með sam- þykki men n lamálaráðuneytisins. Aður e-liður verði óbreyttur sem f-liður. Greinargerð með breytingatillögum S. í. B. um frumvarp til laga um grunnskóla Um 2. gr. Þarfnast ekki skýringa. Um 3. gr. Með breyttum kennsluháttum má búast við, að hin hefðbundna bekkjaskipun riðlist og því ástæðulaust að binda hana í lögum, svo sem gert er í greininni. Um 4. gr. S.Í.B. telur nauðsynlegt að rýrnka ákvæði unr alclursflokka skóla, sem reknir eru sem útibú frá aðalskóla. Um 7. gr. a) liður 7. gr. gerir ráð fyrir, að börn, sem sækja viðurkennda einkaskóla, séu undanþegin frá því að sækja grunnskóla. Þar sem 78. gr. gerir ráð fyrir, að einkaskólar séu viðurkenndir sem grunnskóli eða hluti hans, virðist a) liðurinn mega falla burt. Um 9. gr. í grg. nefndarinnar er þess getið, að samstarfs- nefnd ríkis og sveitarfélaga hafi starfað um nokk- ui't skeið. Um árangur af starfi nefndarinnar seg- ir svo í greinargerðinni: „Mun það einmæli þeirra, sem lil þekkja, að nefnd þessi hafi unnið mjög gott starf og fyrir tilstuðlan hennar hafi verið afstýrt ýmis konar ágreiningsmálum, er upp kynnu að hafa komið og ýmis ágreinings- efni verið leyst með góðu samkomulagi.“ Kennarasamtökin áttu fulltrúa í samstarfs- nefndinni, og þar sem árangur af starfi hennar hefur orðið svo góður, senr raun ber vitni, er eðlilegt, að þau eigi áfram fulltrúa í nefndinni. Um 11. gr. í frumvarpinu er kveðið á um fundarsetu full- trúa kennara í fræðsluráði, sem hafi þó aðeins málfrelsi og tillögurétt. Með þessu er viður- kennt, að nauðsynlegt sé að liafa þar mann með sérþekkingu á skólamálum, er hafi auk þess fast samband við kennarasamtökin, og því er hér gerð tillaga um fasta setu þessa fulltrúa í fræðslu- ráði með fullum réttindunr. Um 12. gr. í 18. gr. er gert ráð fyrir, að skólastjórar í Reykjavík komi saman til funda. Með breytingatillögunni í 3. lið í 12. grein vill S.Í.B. undirstrika nauðsyn þess, að skóla- stjórar og/eða formenn skólanefnda dreifbýlis- ins komi einnig saman til funda og ræði sam- eiginleg málefni með fræðsluráði og fræðslu- stjóra fræðsluumdæmisins. Um 13. gr. Breytingatillögur S.Í.B. við þessa grein varða fyrst og fremst embættisgengi fræðslustjóra. í fyrsta lagi verður að telja vafasamt að útiloka vel hæfa menn frá fræðslusljóraembætti, enda þótt þeir hafi ekki sérstaka þekkingu á „skóla- málum umdæmisins og þörfum þess“. S.Í.B. tel- ur því nægilegt, að við skipun í starf fræðslu- stjóra sé skylt að taka tillit til þekkingar unr- sækjenda á skólamálum almennt. í öðru lagi er það skoðun S.I.B., að í lögununy verði að tryggja, að kennarar gangi fyrir um skipun í starf fræðslustjóra þar sem þau gera ráð fyrir, að meginverkefni fræðslustjóra verði á sviði skóla- og uppeldismála. MENNTAMÁL 9

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.