Menntamál - 01.02.1973, Síða 14

Menntamál - 01.02.1973, Síða 14
S.Í.B. mótmælir eindregið því ákvæði í 31. gr., að aðstoðarskólastjóri verði ráðinn til 5 ára í senn. Engin gild rök liafa verið færð fyrir því, að þeir fái ekki notið sömu réttinda um setningu og skipun í stöðu og aðrir starfsmenn ríkisins. í greinargerð er talið, að þetta form á ráðningu stuðli að ljetri samvinnu skólastjóra, aðstoðar- skólastjóra og kennararáðs, og verði samvinna þessai a aðila ckki sem skyldi, þá sé vandalítið að losna við aðstoðarskólastjórann á auðveldan hátt innan ákveðins tíma. Ekki verður annað séð, en ráðuneytið geti ráðið aðstoðarskólastjóra gegn vilja allra umsagnaraðila og er það furðulegt, þegar höfð er í liuga umhyggja og áhugi nefnd- armanna á góðu samkomulagi og samvinnu skóla- stjóra og aðstoðarskólastjóra. í sumum tilfellum mundi ráðningarformið sem gilda á fyrir aðstoð- arskólastjóra, ýta undir flokkadrætti og úlfúð innan skólans til tjóns fyrir allt skólastarfið. Ef ósamkomulag og skortur á góðri samvinnu væri ríkjandi meðal skólastjóra og yfirkennara í skól- um landsins, sem rekja mætti að einhverju leyti til þess ráðningarforms, sem nú er í gildi fyrir yfirkennara, þá hefði verið tilefni til að gera einliverjar „öryggisráðstafanir". Þeir sem til þekkja, vita, að samkomulag og samvinna þess- ara aðila hefur verið með ágætum fram til þessa, og þess vegna eru þessar öryggisráðstafahir (þ.e. ráðningarform aðstoðarskólastjóra) tilefnislausar og óþarfar. Enginn efar ]jað, að nauðsynlegt er, að góð samvinna sé á milli skólastjóra og aðstoð- arskólastjóra, en ]jað er ekki nóg. Gott samstarf þarf að ríkja á milli allra starfsmanna skólans, ef starfið á að skila góðum árangri, og það sam- starf byggist ekki bara á ráðningarformi aðstoð- arskólastjóra. Um 32. gr. Allt frá stofnun Sambands ísl. barnakennara árið 1921 liefur stefna samtakanna verið sú, að kennslustarf sé svo mikið ábyrgðarstarf, að krefj- ast verði sérmenntunar til starfsins. Við ráðn- ingu í starf kennara þurfi því fyrst og fremst að hafa þetta í huga. S.Í.B. lítur svo á, að um algert neyðarúrræði sé að ræða, þegar ráðinn er maður án sérmenntunar í kennarastarf og beita verði öllum ráðum til að hamla gegn því. Af þessum sökum er lagt til, að lögin heimili hvorki skipan né setningu manna í kennslustarf, ef þeir liafa ekki lokið tilskildu sérnámi til starfsins. Er þetta samhljóða ákvæði núgildandi fræðslulaga. Um 33. gr. S.Í.B. telur til bóta, að setning og skipan í skóla- stjóra- og kennarastöður geti farið fram fyrr en nú tíðkast. Því er hins vegar ekki að leyna, að nokkur vandkvæði virðast vera á þessu, þegar uýútskrifaðir kennarar eru hafðir í huga. Verður að gæta þess í lramkvæmd, að hlutur þeirra sé ekki fyrir borð borinn. í grg. frumv. er bent á nokkur atriði, sem miða mætti við um val á umsækjendum. M.a. er þess getið, að lokaaf- greiðslu í menntamálaráðuneytinu mætti fresta á umsóknum nýútskrifaðra kennara, en ljúka af- greiðslu annarra. S.Í.B. skilur þessar atlnigasemd- ir á þann veg, að sæki nýútskrifaður kennari um stiiðu við skóla ásamt fleiri kennurum, og fleiri umsækjendur eru en stöðurnar, sem veita á, þá verði ekki gengið endanlega frá neinni stöðu- veitingu við þann skóla, lyrr en öll gögn hafa borizt frá nýútskrifuðum kennurum. Sé þetta réttur skilningur, getur S.Í.B. lallizt á, að stefnt skuli að því, að setning og skipun kennara fari frarn fyrr en nú tíðkast. S.Í.B. vill þó benda á, að það ákvæði frumvarpsins, að skylt sé að til- kynna skriflega fyrir I. febrúar, ef kennari eða skólastjóri hyggst láta af störfum, fær varla stað- izt vegna ákvæða laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, þar sem skýrt er ákvarð- aður 3ja mán. ujjpsagnarfrestur. Kennarar og skólastjórar eru almennt settir eða skipaðir frá I. sept. og ber því ekki lagaleg skylda til að segja upp, fyrr en í síðasta lagi fyrir 1. júní. Um 34. gr. S.Í.B. telur eðlilegt, að skólastjóri sé umsagn- araðili um skipun skólaráðskonu til starfs. Jafn- framt leggur S.Í.B. til, að við heimavistarskóla verði alltaf ráðin ráðskona, burt séð frá fjölda nemenda samtímis í heimavist, enda má þá setja eða skipa hana í hluta úr starli eftir stærð skóla. Síðasta breytingartillagan er til samræmis við hinar fyrri og þarfnast ekki skýringa. MENNTAMÁL 12

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.