Menntamál - 01.02.1973, Page 15
Um 37. gr.
Þar sem störf í heimavistarskólum eru á marg-
an hátt frábrugðin starfsháttum heimangöngu-
skóla, er lagt til, að menntamálaráðuneytið
setji reglugerð um aðbúnað og starfshætti í
heimavistarskólum.
Um 38. og 39. gr.
Hér er um smávægilega breytingu að ræða.
Yfirleitt mun þetta starfsheiti í skólunum vera
nefnt umsjónarkennari, og er því lagt til, að
því verði ekki breytt.
I>ar sem hér er um nýtt starfsheiti að ræða
skv. lögum, er nauðsynlegt að undirstrika, að
semja lieri um kennsluskyldu umsjónarkennara.
Um 41. gr.
S.f.B. er þeirrar skoðunar, að störf yfirkennara,
námsstjóra og fræðslustjóra séu svo mikilvæg, að
þeim sé nauðsynlegt að el'la þekkingu sína eins
og kennurum, og er því lagt til, að þeir geti
einnig sótt um orlof í jressu skyni.
Um 42. gr.
S.Í.B. telur, að frumvarpið heimili of mikla
styttingu árlegs starfstíma skóla og leggur því
til, að einungis verði heimilt að stytta hann um
einn mánuð.
S.Í.B. leggur eindregið til, að í lögunum verði
5 daga kennsluvika meginregla.
Á 22. fulltrúaþingi S.Í.B., sem haldið var í
júní 1972, var gerð svofelld samþykkt:
„22. fulltrúaþing S.Í.B. lítur svo á, að miðað
við þá þjóðfélagsþróun, sem átt hefur sér stað
undanfarin ár, hljóti allt að stefna í þá átt, að
5 daga skólavika verði hvarvetna framkvæmd.
I>ó ber að varast, að of margar kennslustundir
verði daglega lagðar á nemendurna. Auk þess
bendir þingið á, að 5 daga skólavika hefur í för
með sér aukið húsrými skólanna o.fl.“
Hafa verður í huga, að 5 daga vinnuvika er
nú orðin almenn hjá flestum vinnustéttum, og
stór hluti kennslu á „grunnskólastigi" fer nú
fram á 5 daga vinnuviku.
Hins vegar er rétt að benda einnig á, að sam-
fellt leyfi, laugardag og sunnudag, býður heim
ýmis konar vandamálum, sem nauðsynlegt er að
ljallað sé um. Skólarnir fara ekki varliluta af
þeim, sérstaklega í þéttbýli.
Hér verður því að koma lil stóraukið tóm-
stunda- og félagslíf, sem gæti að nokkru leyst
þennan vanda, og þar verða skólarnir að sjálf-
sögðu að leggja sitt af mörkum. Ber því að fagna
því, að í frumvarpinu er gert ráð fyrir auknu
fjármagni til þessara nauðsynlegu starfa.
l>á er lagt til, að felld verði niður 7. mgr. eins
og hún er í frumvarpinu. S.Í.B. kemur ekki auga
á, hvernig þessi ákvæði fái staðizt. Mjög margar
ástæður geta valdið því, að skólastarf falli niður
yfir vetrarmánuðina í nokkra daga eða vikur.
Má í þessu efni benda á illviðri, sjúkdóma, nátt-
úruhamfarir, nýbyggingu skóla ólokið o. fl. o. fl.
Ef skólastarí yrði lengt fram á sumar, mundi það
valda mjög mikilli röskun á högum alls starfs-
fólks skólanna og einnig heimilanna vegna sum-
arleyfis foreldra eða forráðamanna barna. Þá
er enn eitt ótalið, en það er liinn aukni kostnað-
ur, sem þetta liefði í för með sér. Öll vinna, sem
unnin yrði á sumrin, yrði að greiðast sem yfir-
vinna.
Lagt er til, að ekki þurfi að leita samþykkis
menntamálaráðuneytisins, hvernig megi verja
þeim starfsdög'iim skóla, sem ekki er skylt að nota
sem kennslu- og prófdaga. S.Í.B. telur það of
þungt í vöfum að leita samþykkis menntamála-
ráðuneytisins, og skólastjórn eigi að hafa heim-
ild til þess að ákveða slíkt endanlega.
S.Í.B. álítur, að æskilegra sé að rýmka aldurs-
ákvæðin um sumarskóla og ekki binda í lögum,
livaða aldursflokkum kynni að vera kennt þar.
S.Í.B. gerir ekki tillögu um ákveðinn fjölda
starfsdaga skóla á ári. Þegar upphaf og lok skóla-
ársins liafa verið ákveðin og fjöldi leyfisdaga,
kemur fjöldi skóladaga af sjálfu sér.
Um 44. gr.
S.Í.B. leggur á það þunga áherzlu, að efla beri
félags og tómstundastarf í skólum landsins. S.Í.B.
telur því, að skýr og ótvíræð ákvæði verði að
vera um þessa starfsemi í lögunum. Þess vegna
er lagt til að orðunum „eftir því sem aðstæður
leyfa“ verði sleppt úr 1. mgr., sbr. umsögn um
80. gr.
MENNTAMÁL
13