Menntamál - 01.02.1973, Side 18

Menntamál - 01.02.1973, Side 18
Um 66. gr. S.Í.B. álítur eðlilegast, að grunnskólaráð kjósi sér formann sjálft, jafnframt er lagt til, að full- trúar menntamálaráðuneytisins verði tveir. Þá telur S.Í.B. mjög óviðeigandi, að sett sé í lög ákvæði um, hvernig heildarsamtök kennara skuli velja fultrúa í ráðið. Samband ísl. barnakenn- ara er heildarsamtök kennara og skólastjóra barnastigsins, jafnt í þéttbýli sem strjálbýli. Oll starfsemi samtakanna og allt skipulag grundvall- ast á lýðræðislegum vinnubrögðum, þar sem hlutur allra er jafnt tryggður. Það er því ástæðu- laust að gera ráð fyrir, að slík heildarsamtök geti ekki tilnefnt fulltrúa í grunnskólaráð, nema að til komi bein lagafyrirmæli um, hvernig j^að skuli gert. Um 68. gr. S.Í.B. lítur svo á, að grunnskólinn sé ein órofa heild og leggur því til, að starfssvið sérfræðinga, sem um ræðir í greininni, nái til allra deilda skólans þ.e.a.s. 1.—9. bekkjar. S.Í.B. gerir tillögu um breytingu á starfsmanna- fjölda sálfræðideilda þannig, að hverri sálfræði- deild er tryggður lágmarksfjöldi starfsmanna, en ekki er gert ráð fyrir eins ákveðinni skipt- ingu þeirra innbyrðis eins og í frumvarpinu. S.Í.B. telur, að Jietta skipulag muni í framkvæmd reynast betra en hitt, og ennfremur gefst for- stöðumanni sálfræðideildar meira svigrúm til að ráða sálfræðingana, allt eftir eðli þeirra verk- efna, sem fyrir liendi eru. Breytingin á 6. mgr. miðar að því, að um sérkennara gildi sömu reglur og um aðra starfs- menn sálfræðideildar. Um 73. gr. S.Í.B. telur nauðsynlegt, að skólasálfræðingar hafi lokið kennaraprófi, er það í samræmi við reglur í mörgum öðrum löndum t.d. Danmörku. Þá er það skoðun S.Í.B., að hliðstæðar reglur eigi að gilda um skólaráðgjafa. Að lokum er lagt. til, að nánar sé tilgreint um menntunar- skilyrði sérkennara. Um 75. gr. lfreytingartillögur S.Í.B. við þessa grein miða að því að í'ýmka ákvæðin um skólabókasöfnin, þannig að tryggt sé, að þau verði búin sem fjöl- breyttustum tækjabúnaði. Þá leggur S.Í.B. áherzlu á, að skólasafnverðir séu kennarar með framlialdsmenntun í bóka- safnsfræðum, jjar sem vinna þeirra verður fyrst og fremst tengd skólastarfinu. Um 77. gr. S.Í.B. telur óeðlilegt, að binda í lögum, að ráðning og laun kennara í forskóla skuli miðast við laun kennara ákveðinna aldursflokka innan grunnskólans. Grunnskólinn er ein heild skv. frumvarpinu, og hlýtur JieUa ákvæði um viðmið- unarlaun forskólakennara að brjóta í bága við meginstefnu frumv. í þessu efni. Auk jjess má ætla, að sú „venja“, sem tíðkast hefur um árabil að launa kennara eftir því, hversu gömlum nem- endum ]>eir kenna, verði lögð niður innan tíðar, og er jtá ójjarft að hafa slíka viðmiðun í lögum. Um 78. gr. Breytingin er gerð til samræmis við breytinga- tillögu við 7. gr. og þarfnast jtví ekki nánari skýringa. Um 79. gr. Lagt er til, að orðunum til viðmiðunar verði bætt inn í málsgreinina. Af Jsessu leiðir, að kennslustundafjöldinn, sem hver skóli fær miðað við fjölda nemenda, getur vikið frá jwí, sem talið er í 3. mgr. S.Í.B. telur nauðsynlegt, að nokkur sveigjan- leiki verði á framkvæmd jtessara ákvæða og lög- in eigi að heimila slíkt. Um 80. gr. Það er álit S.Í.B., að of lítið kennslustunda- magn sé ætlað til stjórnunar skóla, er jtví lagt til, að almenn skrifstofustörf verði ekki talin með í „stjórnunarkvótanum", heldur verði fólk ráðið til Jjessara starfa eftir þörfum livers skóla með heimild menntamálaráðuneytisins. Þá er lagt til, að ákvæði greinarinnar komi strax til fram- kvæmda. Það er að dómi S.Í.B. mjög varhuga- vert að ákveða í reglugerð, hvenær ákvæðin konti til framkvæmda. Reynslan sýnir, að mjög getur dregizt um setningu regiugerða við lög. Hér er um svo veigamikla Jjætti skólastarfsins að ræða, MENNTAMÁL 16

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.