Menntamál - 01.02.1973, Blaðsíða 19
•ið þeir þola enga l)ið, og er því nauðsynlegt, að
lagaákvæði séu fyrir liendi uni tafarlausa fram-
kvæntd.
Öll sú starfsemi, sem um getur í greininni, fer
nú frarn í skólunum, þó sennilega minnst starf-
senti bókasafna. Ætti því ekki að þurfa að bíða
með að hefjast handa og efla þessi störf, ef
nægilegt fjármagn er fyrir hendi. í þessu efni
vill S.Í.B. sérstaklega vekja athygli á, hversu
stjórnvöld Iiafa að mestu vanrækt fram til þessa
að veita fé til félagsstarfs með nemendum barna-
skólanna. Eigi að síðnr hefur verið reynt að halda
uppi félagsstarfsemi með þessum nemendum, en
jrað Itefur að mestu leyti verið unnið af kennur-
um endurgjaldslaust og í frítímum þeirra. Hér
verður að breyta til skjótt, því að enginn vafi
leikur á því, að þróttmikið félagsstarf er þrosk-
andi og sennilega aldrei brýnni þörf en nú að
leggja rækt við það í skólunum. Rétt er að benda
á, að aukið félagsstarf í skólum krefst ekki meira
húsnæðis en nú er fyrir hendi, því að þar sem
hægt er að kenna er einnig unnt að halda uppi
þróttmiklu félagslífi, ef fjármagn skortir ekki.
Um 82. gr.
Lagt er til, að ríkissjóður greiði einnig að sín-
um hluta kostnað við endurnýjun kennslugagna.
Þá telur S.Í.B. betra að setja reglugerð um bún-
að skólabókasafna en binda það í lögum. Gera
má ráð fyrir, að slíka reglugerð þurfi að endur-
skoða, eftir því sem þessi starfsemi eykst og þró-
ast.
Um 84. gr.
Vísast til uinsagnar um 53. gr.
Um 85. gr.
Breytingin miðar að því, að menntamálaráðu-
neytið geri skólastjórum og skólanefndum skrif-
lega grein fyrir þeim breytingum, sem það kynni
að gera á áætluninni. Virðist hæfilegur frestur
vera til 1. júní. Það er skoðun S.Í.B., að slík
vinnubrögð séu nauðsynleg til þess að korna í
veg fyrir ýmis konar ágreining og tortryggni.
Um 88. gr.
Gert er ráð fyrir allverulegri aukningu kennslu-
stunda, sem heimilað er að nota til leiðbeinenda-
starfs í kennslu og við það miðað, að fræðslu-
héruð dreifbýlisins fái a.m.k. einn starfsmann í
fullu starfi til að sinna slíkum þáttum. Með
þessari tillögu er undirstrikað ntikilvægi þessa
starfs, en kennsluleiðbeinendur tengja saman
starf kennara og fagnámsstjóra menntamála-
ráðuneytisins.
Þá er lögð áherzla á það, að byggja upp kennslu-
gagnamiðstöð við fræðsluskrifstofur, sem annist
gerð og dreifingu kensluefnis og stuðli að góðri
nýtingu kennslutækja.
Frá L. S. F. K.
Umsögn og ábendingar um frumvarp
til laga um skólakerfi og grunnskóla
Skólakerfi
í fruv. til laga um skólakerfi, er skólakerfinu
skipt í þrjú stig. Þar eru barna- og gagnfræðastig
sameinuð í eitt stig, sem kallast grunnskólastig.
í þesu frumvarpi felast tvær meginbreytingar,
annars vegar lenging skólaskyldunnar um eitt
ár og hins vegar er fjórði bekkur núverandi gagn-
fræðastigs felldur niður.
Gagnfræðaprófið gegndi veigamiklu hlutverki
hér áður fyrr, bæði sem almenn undirbúnings-
menntun til ýntissa starfa auk þess, sem það var
tekið gilt sent nægur undirbúningur til að hefja
nám í ýmsum framhaldsskólum.
A síðustu áratugum hefur þróuitin ltins vegar
orðið sú, að kröfur lil almennrar og sérhæfðrar
menntunar hafa vaxið ört, og þar nteð hafa kröf-
ur framhaldsskólanna varðandi undirbúnings-
menntun nemendanna aukist. Atik þess hefur
ríkt nokkurt frjálsræði í námsskrá gagnfræða-
deildanna, sent hefur leitt til þess, að gagnfræða-
prófið hefur haft mismunandi gildi sem undir-
búningur að nánti á ósamræmdum námsbraut-
unt framhaldsskólanna.
Nú verður að gera ráð fyrir, að inntökuskil-
yrði og námsbrautir framhaldsskólanna verði
samræntdar þannig, að grunnskólanámið verði
MENNTAMÁL
17
L.